fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Morgunblaðið um Dóru Björt: „Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins sér ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hann hafi mögulega orðið fyrir hatursorðræðu af hálfu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, Pírata og formanni mannréttinda- nýsköpunar – og lýðræðisráðs. Staksteinar benda á að innan verksviðs ráðsins sé að berjast gegn hatursorðræðu:

„Í fundargerð ráðsins frá miðjum nóvember má til dæmis sjá bókun þar sem ráðið fagnar átaki borgarinnar „gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af erlendum uppruna í borginni okkar“. Þar segir einnig að með þessu sé það „okkar ósk að skapa borg þar sem allir fá að lifa með reisn í sátt og samlyndi.“

Hatursorðræða ?

Staksteinar segja þetta sjálfsögð markmið þar sem hatur og fordómar eigi lítið erindi í opinbera umræðu um útlendinga, eða aðra. Hinsvegar vilja Staksteinar meina að Dóra Björt hafi sjálf gerst sek um einmitt þetta, gagnvart Sjálfstæðisflokknum:

 „Tveimur vikum eftir þessa bókun ritaði formaður ráðsins grein í Mannlíf þar sem farið er ófögrum orðum um þann hóp fólks sem telst sjálfstæðismenn og meðal annars sagt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu „frægir fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu. Það er orðið daglegt brauð að sýnt sé fram á spillingu kjörinna fulltrúa stærsta flokks landsins án þess að það hafi neinar afleiðingar“. Hún bætir því við að hún hafi haldið „að sjálfstæðismenn létu sér duga að arðræna okkur Íslendinga. En nei, betur má ef duga skal til þess að fóðra þessa ómettandi græðgismaskínu sem þekkir engin takmörk“, og klykkir út með því að flokkurinn sé flokkur sérhagsmuna, spillingar og yfirgengilegrar græðgi. Getur ekki verið að þetta sé hatursorðræða?“

spyrja Staksteinar og má skilja af lestrinum að skyndilega séu sjálfstæðismenn orðnir af ofsóttum minnihlutahópi í þjóðfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð