Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 1.518 manns frá 1. desember á síðasta ári. Nú eru 231.154 einstaklingar skráðir í Þjóðkirkjuna samkvæmt Þjóðskrá.
Á sama tímabili fjölgaði í Siðmennt um 655 manns eða um 23,3%. Aukning var einnig í kaþólsku kirkjunni um 620 manns sem er fjölgun um 4,4%.
Fækkun hefur orðið í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum. Mest hlutfallsleg fækkun var í zuism eða um 23%.
Alls voru 26.023 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. desember sl. og fjölgaði þeim um 1.260 frá 1. desember sl. eða um 5,1%. Alls eru 7,2% landsmanna utan trú- og lífsskoðunarfélaga.
Alls eru 52.060 einstaklingar sem eru búsettir hér á landi með ótilgreinda skráningu og hefur þeim fjölgað um 5.748 frá 1. desember 2018 eða um 12,4%.
Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. desember sl. og samanburð við tölur frá 1. desember 2017 og 2018.