fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Katrín um framúrkeyrsluverkefni Reykjavíkurborgar – „Virðist bara dýrt skálkaskjól – rándýrt sýndarlýðræði“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Borgin eyðir tugum milljóna í auglýsingar og umsýslukostnað til að láta íbúa kjósa um sjálfsögð viðhaldsverkefni sem borgin á að sinna. Nú er komið í ljós að verkefnið, sem að mestu snýst um að setja upp grenndargáma og ruslafötur, fór 60 milljónum fram úr áætlun,“

segir Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýnir verkefnið Hverfið mitt í Morgunblaðinu í dag.

Verkefnið Hverfið mitt, hin rafræna íbúakosning Reykjavíkurborgar kostaði rúman hálfan milljarð árið 2018. Fór kostnaður við framkvæmdina 58 milljónir fram úr áætlun.

Katrín segir þetta kunnuglegt stef hjá meirihlutanum:

„Ég fékk nýlega svar við fyrirspurn minni um sundurliðaðan heildarkostnað við Hverfið mitt á árinu 2018. Það var eins og marga grunaði. Tugir milljóna fara í auglýsingar og annan umsýslukostnað, til að leyfa íbúum að kjósa að mestu um sjálfsögð viðhaldsverkefni. Svo hljómaði kunnuglegt stef, verkefnið fór 60 milljónum fram úr áætlun. Væri ekki nær að þessir peningar, sem koma úr vasa skattgreiðenda, færu í að laga það sem er bilað og í að setja upp ruslafötur þar sem þarf? Spörum okkur að minnsta kosti rándýrt sýndarlýðræði.“

Getur varla talist raunverulegt íbúalýðræði

Katrín segir að hugmyndin sjálf um Hverfið mitt sé góð og gild, en útfærslan þyrfti að vera betri og meirihlutanum sé vart treystandi fyrir slíkum fjármunum. Þá spyr hún um hvort raunverulegt íbúalýðræði sé að ræða:

„Það er líka gott að færa fjárveitingarvald til íbúa því meirihlutinn í Reykjavík hefur hingað til ekki gefið tilefni til að láta treysta sér fyrir peningum skattgreiðenda. En verkefnið virðist bara dýrt skálkaskjól. Er um raunverulegt íbúalýðræði að ræða þegar borgarbúar eru látnir kjósa á milli þess að setja upp gönguljós eða ungbarnarólu? Hvort vill fólk grenndargáma eða körfuboltavöll? Á að laga vatnsskemmdir á skólalóð eða setja nýja rennibraut í Laugardalslaug? Það getur varla talist íbúalýðræði að fá að kjósa um að setja sjálfsagt viðhald borgarinnar eða umferðaröryggi á oddinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur