fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Bjarni Ben var glaður í gær: „Eitt af stærstu málum kjörtímabilsins – ástæða til að fagna!“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 13:30

Bjarni Benediktsson Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, taldi ástæðu til að fagna í gær þegar Alþingi samþykkti frumvarp hans um lækkun tekjuskatts. Hann tilkynnti um málið á Facebook:

„Flestir munu sjá lækkun um 70-120 þús kr. á ári. Mest kemur í hlut þess hóps sem hefur mánaðartekjur í kringum 320.000 kr.
Viðmiðum til breytinga á persónuafslætti milli ára var einnig breytt.“

Bjarni minnist á að Miðflokkurinn hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu málsins:

„Málið er eitt af stærstu málum kjörtímabilsins og einn helsti grundvöllur lífskjarasamninganna. Þó naut það ekki stuðnings allra flokka, Miðflokkurinn sat hjá. Ég sé ekki að afgreiðsla málsins hafi komist í fréttir í dag. En hvað sem því líður er ástæða til að fagna!“

sagði Bjarni sigri hrósandi.

Dæmi um lækkun

Hann bætir síðan við í dag að margir velti fyrir sér áhrifum breytinganna og nefnir dæmi:

Nokkur dæmi: Tekjuskattur þess sem hefur 280.000 á mánuði lækkar um 69.792 á ári.
Hann greiðir eftir breytinguna engan tekjuskatt til ríkisins því persónuafslátur verður hærri en álagður tekjuskattur. Öll hans staðgreiðsla fer til sveitarfélagsins.
Skattbyrðin fer úr 14,5% í 12,4%.

Tekjuskattur þess sem hefur 370.000 á mánuði í tekjur lækkar um 124.620 á ári.
Skattbyrðin lækkar úr 20,5% í 19,5%.

Sá sem er með 835.000 í tekjur sér tæplega 72.000 kr. skattalækkun á ári.
Skattbyrðin lækkkar úr 29,4% í 28,7%.

(Hér er gert ráð fyrir 4% skattfrjálsum frádrátti í lífeyrissjóð.Tölur miða við árið 2021 þegar lækkun skatta er að fullu komin til framkvæmda.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum