fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Svona tengist Andrés prins Icesave og Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 10:08

Viðtal Andrew við BBC síðasta vetur var ekki talið sannfærandi. Þar ræddi hann ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar fjalla nú um hvernig Andrés prins hafi verið viðriðinn vafasama viðskiptahætti á árunum í kringum hrun. Er hann sagður hafa nýtt stöðu sína til að koma á viðskiptasamböndum, þrátt fyrir augljósa hagsmunaárekstra og farið ítrekað út fyrir valdsvið sitt.

Hafa forystumenn í Íhaldsflokknum sem og Verkamannaflokknum krafist opinberar rannsóknar á viðskiptaháttum prinsins, sem þegar hefur verið settur út af sakramentinu hjá konungsfjölskyldunni vegna framgöngu hans í viðtali á dögunum hvar hann þótti hafa spilað rassinn úr buxunum er hann reyndi af veikum mætti að verjast ásökunum um kynferðislegt samneiti sitt við stúlkur á barnsaldri, en Andrés var vinur Jeffrey Epstein, auðkýfingins sem talinn var höfuðpaur mansalhrings og svipti sig lífi í fangelsi.

Rowland feðgar

Andrés var í viðskiptasambandi við þá feðga David og Jonathan Rowland um að fjárfesta í gegnum félög í skattaskjólum þar sem Andrés gat í krafti stöðu sinnar komið á frekari viðskiptasamböndum við margt af ríkasta fólki heims, til dæmis í miðausturlöndum.

Meðal þess sem Andrés var nýttur til, var að kynna Banque Havil­l­and í Lúx­em­borg sem álitlegan fjárfestingakost, en bankinn var í eigu Rowland feðganna.

Sá banki var hinsvegar undir öðru nafni fyrir hrun, hét þá Kaupthing Bank Luxembourg.

Rowland fjölskyldan var einnig meðal stærstu eigenda MP-banka árið 2011 og á margvísleg tengsl við íslenska fjárfesta.

Andrés leyfði Jonathan meðal annars að koma með sér í viðskiptaferð til Kína, borgaða með bresku skattfé. Þar gat Jonathan fundað og komið á viðskiptatengslum, í skjóli bresku konungsfjölskyldunnar, nokkuð sem bauðst ekki öllum.

Andrés og Icesave

Samkvæmt Daily Mail fékk Jonathan leynilegt minnisblað  frá breska fjármálaráðuneytinu varðandi fjármálakreppuna hér árið 2009, en nokkrum mánuðum fyrr hafði Rowland fjölskyldan keypt Kaupþing í Lúxemborg.

Þegar Andrési var gert að hætta sem erindreki bresku krúnarinnar í kjölfar Epstein hneykslisins, lagði Jonathan til við hann að þeir reyndu að fela viðskiptasambönd sín og koma þeim undan eftirliti. Andrés svaraði þessu í tölvupósti og sagðist ánægður með þá tillögu.

Andrés vildi einnig fylgjast vel með þróun mála árið 2009 þegar Icesave málið stóð sem hæst. Hægri hönd Andrésar, Amanda Thirsk, sendi beiðni á háttsetta aðila í fjármálaráðuneytinu um að fá upplýsingar um stöðu mála varðandi Icesave samningana, en í einu slíku samkomulagi átti Ísland að greiða Bretlandi 2.3 milljarða punda. Var það síðan fellt í þjóðaratkvæðisgreiðslu hér á Íslandi.

Fram kemur í tölvupóstinum að Andrés hafi hitt þáverandi forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, og vilji nánari upplýsingar um stöðu mála. Sú beiðni var áframsend til ritara fjármálaráðherra, Alistair Darling. Fjármálaráðuneytið sendi síðan þau gögn til Thirsk, sem sendi þau á Andrés. Andrés sendi síðan þau gögn til Jonathan Rowland og spyr hann hvað eigi nú til bragðs að taka áður en Rowland láti til skara skríða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“