fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir dýrmætum tíma eytt í að móðgast: „Overreaction – Maður hysjar upp um sig og gerir betur næst“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi, segir viðbrögð skólastjórnenda og kennara í Grunnskóla Seltjarnarness í morgun furðuleg og langt umfram efni.

Borið var við í tilkynningu skólans í morgun að sökum dóms pólitískra fulltrúa bæjarins, þar sem vegið hafi verið að kennurum og stjórnendum skólans, hafi þeir ekki treyst sér til að stunda kennslu í dag og því falli skólahald niður. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd af foreldrum barna skólans, sem töldu aðgerðirnar einhverskonar Íslandsmet í röngum viðbrögðum.

Ólína Elín Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnaness, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem fundur væri að hefjast um málið.

Sjá nánar: Kennarar á Seltjarnesi leggja niður störf – Dramatísk og skyndileg skilaboð frá skólanum – „Íslandsmet í röngum viðbrögðum“

Overreaction

Það var bókun Viðreisnar/Neslistans sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á skólastjórnendum, en þar voru brotalamir gagnrýndar og greinargerð um skólann sögð vera falleinkun fyrir hann:

„Eftir tíu ára grunnskólagöngu er ekki boðlegt að börnum sé boðið upp á að uppgjör vinnunnar sé ekki rétt reiknað,“ sagði meðala annars í bókuninni.

Karl Pétur telur viðbrögð skólastjórnenda langt umfram efni:

„Þau eru mjög furðuleg og veruleg overreaction. En í þessu máli stóð skólinn sig ekki og ætti að einbeita sér að því að laga það frekar en að eyða dýrmætum tíma í að móðgast yfir athugasemdum kjörinna fulltrúa, sem eru fulltrúar almennings í bænum og eiga að hafa eftirlit með þeirri þjónustu sem er veitt bæjarbúum. Það er okkar vinna. Þeirra vinna er að kenna börnum eftir þeim reglum sem settar hafa verið.“

UPPFÆRT

Karl Pétur vildi koma því á framfæri að gagnrýni hans beindist ekki persónulega að Ólínu, líkt og gefið var til kynna í fyrirsögn fréttar Eyjunnar fyrst.

Hann viti ekki hver hafi tekið ákvörðun um að fella niður kennslu í dag og því sé of snemmt að draga um það ályktanir.

Hefur fyrirsögn fréttarinnar verið í breytt í samræmi við það og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar.

Ber fullt traust til skólans

Karl Pétur segir við Eyjuna að hann beri fullt traust til skólans og að stóra vandamálið sé menntamálaráðuneytið, en ekki Grunnskóli Seltjarnaness:

„Það liggur fyrir greinargerð frá utanaðkomandi kennara um að námsmat hafi verið vitlaust innleitt í skólanum. Hitt er svo annað mál að margt bendir til þess að öll stjórnsýsla menntamála sé of veik á íslandi. Þessi innleiðing námsmatsins hefur reynst mörgum skólum erfið. En falleinkunn í einu fagi þýðir ekki að allt sé hörmulegt. Skólinn er alveg prýðilegur og ég ber fullt traust til hans“,

sagði Karl Pétur og benti á að orðið falleinkunn hefði líklega farið fyrir brjóstið á einhverjum í gagnrýninni:

„Sem er kannski skiljanlegt. Það var í bókun frá Viðreisn/Neslista sem kemur fram að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. En falleinkunn í einu fagi þýðir ekki að allt sé ónýtt. Maður hysjar upp um sig og gerir betur næst.“

Samfylkingin harmar gagnrýnina

Þá hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem framganga Viðreisnar/Neslista er hörmuð:

„Undirritaðir fulltrúar Samfylkingar Seltirninga harma framgöngu stjórnmálamanna í opinberri gagnrýnni sinni á Grunnskóla Seltjarnarness og lýsa yfir fullu trausti á skólann og stjórnendur hans. Þau orð sem fallið hafa um að skólinn fái falleinkunn og að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness hvetji hvorki né styðji við nám barna á Seltjarnarnesi eiga við engin rök að styðjast.

Sá ágreiningur sem upp kom við útskrift 10. bekkinga vorið 2019 er í skýru ferli innan bæjarins og skólans og hafa kennarar og skólastjórnendur unnið hörðum höndum að því að bæta ferla og auka gagnsæi námsmats í kjölfar ábendinga. Það er ljóst að það voru atriði í námsmatinu sem þörf var á að uppfæra og að skólinn hafði getað mætt ábendingum foreldra fyrr. Bleiki fíllinn í málinu er þó sá hversu illa ráðuneyti menntamála hefur fylgt nýju námsmati eftir og hafa hvorki kennarar fengið nægilegan aðlögunartíma né sveitarfélög fengið greiðslur til að borga fyrir þær þúsundir vinnustunda sem farið hafa í að túlka nýja námsskrá og seinna nýtt námsmat.

Allir kennarar landsins vinna við að leysa þrautina í stað þess að fá skýr fyrirmæli og njóta aðstoðar sérfræðinga sem styðja við innleiðinguna. Það hefur verið illa haldið utan um þetta mál eftir að það komst á borð stjórnmálamanna og hefur það bitnað á öflugum kennarahópi Grunnskóla Seltjarnarness og því góða starfi sem þar er unnið. Nú hefst vinna við að ná sáttum, draga lærdóm og halda áfram að þróa öflugt skólastarf á Seltjarnarnesi í sátt og samstarfi kennara, nemenda, foreldra og stjórnenda bæjarins.“

Guðmundur Ari Sigurjónsson – Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Sigurþóra Bergsdóttir – Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Hildur Ólafsdóttir – Fulltrúi XS í skólanefnd“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“