fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Kennarar á Seltjarnesi leggja niður störf – Dramatísk og skyndileg skilaboð frá skólanum – „Íslandsmet í röngum viðbrögðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 10:43

Ólína E. Thoroddsen skólastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarar og stjórendur í Grunnskóla Seltjarnarnes hafa fellt niður störf þar sem þeir telja stjórnmálamenn hafa gróflega vegið að sér. Þetta kemur fram í tölvupósti sem var sendur til foreldra í morgun, rétt áður en nemendur áttu að mæta.

Skilaboðin hljóða svo:

Ágætu foreldrar nemenda í 7.-10. bekk

Kennarar og stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarnes harma þann dóm sem pólitískir fulltrúar á Seltjarnarnesi hafa fellt yfir skólanum sínum. Þessi umfjöllun hefur haft þau áhrif inn í skólann að kennurum og stjórnendum finnst freklega að sér vegið og kennarar treysta sér ekki til að taka á móti nemendum í dag. Skólastarf mun því falla niður í dag og upplýst verður um framhaldið þegar það liggur ljóst fyrir.

Bestu kv. skólastjórnendur

Íslandsmet í röngum viðbrögðum

Svo virðist sem þessi ákvörðun sé ekki vinsæl meðal allra foreldra, í það minnsta hefur Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður litla samúð með þeim:

„Íslandsmet í röngum viðbrögðum án atrennu fær Való þennan daginn. Þetta barst 10 mínútum áður en nemendur áttu að mæta en það hafði verið frí í fyrstu tveimur tímunum vegna ,,fundahalda“ kennara,“

segir hann á Facebook.

Tilfinningalegt tjón

Málið snýst um námsmat í skólanum en meirihlutinn hefur beðist afsökunar á að ágreiningur um það hafi valdið tilfinningalegu tjóni í bókun á síðasta bæjarstjórnarfundi:

„Meirihluti bæjarstjórnar harmar þann ágreining sem upp kom um námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness og lokamat 10. bekkjar sl. vor og biður nemendur og foreldra afsökunar á því tilfinningalega tjóni og óþægindum sem það kann að hafa valdið, og afleiðingum sem þetta hafði í för með sér. Enda leggur meirihluti bæjarstjórnar mikla áherslu á að námsmat og vinnsla þess standist lög og reglur.“

Gagnrýni frá minnihlutanum kjarni málsins

Í bókun bæjarfulltrúa Viðreisnar/Neslista á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn miðvikudag má finna gagnrýni á stjórnendur skólans, sem virðist vera ástæðan fyrir vinnustöðvuninni í dag.

Þar segir:

„Málið er þó ekki svo einfalt að það einskorðist við eina námsgrein eða tiltekna kennara. Skólastjóri ber ábyrgð á sinni stofnun og skólanefnd ber að hafa eftirlit með starfi skólans. Bæjar- og skólayfirvöld á Seltjarnarnesi hafa undanfarin ár verið ófeimin við að klappa sér á bakið fyrir árangur nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness á samræmdum prófum, þar sem einmitt eru mældir áðurnefndir þekkingarþættir en ekki sú hæfni sem ný aðalnámskrá kjarnast um. Ástæða er til að spyrja hvort sá árangur endurspegli áherslur skólans í kennslu og hvort þær áherslur gagnist nemendum til lengri tíma litið. Aðhald skólanefndar með skólanum virðist ekki hafa verið nægilegt til að tryggja nemendum þau tækifæri sem þau eiga skilið og það þarf að setja í algeran forgang að bæta úr því. Til þess er nauðsynlegt að sveitarfélagið veiti kennurum og skólastjórnendum allan þann stuðning sem þarf. Bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista leggur til að skoðað verði hvernig það gerðist að námsmat var ekki að fullu innleitt, í hvaða fögum og hvaða áhrif á nemendur þetta hefur haft frá innleiðingu námsmats.“

Ólína Elín Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnaness, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem fundur væri að hefjast um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“