fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Ágúst er brjálaður: „Eiga skattgreiðendur nú að borga með stórútgerðinni?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósáttur við breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu sem kynntar voru í gærkvöldi.

Í þeim felst lækkun á veiðileyfagjöldum sem nemur um tveimur milljörðum til viðbótar, en Ágúst segir suma þingmenn stjórnarflokkanna eflaust vilja tala sem minnst um þá staðreynd þar sem skattgreiðendur þurfi að borga með útgerðinni:

„Ríkisstjórnin vill nú lækka veiðileyfagjöldin um 2 milljarða kr til viðbótar en þá mun veiðileyfagjaldið hafa lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum og farið úr 11,2 milljörðum og í 5 milljarða kr. Og það sem meira er, þá verður veiðileyfagjaldið orðið svo lágt að það dekkar ekki einu sinni þann kostnað sem skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart atvinnugreininni.“

segir Ágúst og nefnir að hagnaður Þorsteins MásBaldvinssonar, forstjóra Samherja, hafi verið hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkisstjórnarinnar og að tóbaksgjaldið verði hærra en veiðileyfagjaldið, með breytingunni.

Færslu Ágústar má lesa má í heild sinni hér að neðan:

Í gærkvöldi kynnti ríkisstjórnin breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og er ein þeirra sérstaklega fréttnæm. Þá tillögu vilja sumir í stjórnarflokkunum örugglega tala sem minnst um (og kannski væri því rétt að deila þessu sem víðast).

  1. Því seint í gærkvöldi lagði ríkisstjórnin til að veiðileyfagjöldin verði lækkuð talsvert meira en til stóð fyrir eingöngu tveimur mánuðum þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram. Ríkisstjórnin vill nú lækka veiðileyfagjöldin um 2 milljarða kr til viðbótar en þá mun veiðileyfagjaldið hafa lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum og farið úr 11,2 milljörðum og í 5 milljarða kr.

  2. Og það sem meira er, þá verður veiðileyfagjaldið orðið svo lágt að það dekkar ekki einu sinni þann kostnað sem skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart atvinnugreininni. Samkvæmt lögum eiga veiðileyfagjöld m.a. að mæta þeim kostnaði, sem vill svo til að er 5,1 milljarður og er því hærri en það sem ríkisstjórnin leggur nú til að veiðileyfagjöldin verði.

  3. Gjaldið sem útgerðarmenn þurfa að greiða fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar, sem þeir eiga ekki heldur þjóðin samkvæmt lögum, er því orðið að engu. Og í raun eiga skattgreiðendur nú að borga með stórútgerðinni.

  4. Ríkisstjórnarflokkunum finnst augljóslega eðlilegt að reykingafólk (8% af þjóðinni) eigi að greiða hærra gjald en útgerðarmenn því með þessari breytingu verður veiðileyfagjaldið orðið lægra en tóbaksgjaldið!

  5. Þetta allt saman er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur í prívat-vasa útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Og þá hefur hagur sjávarútvegsins (aukið eigið fé og arðgreiðslur) vænkast um 450 milljarða króna á einum áratug.

  6. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, í fyrra var hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

  7. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn.

  8. Á sama tíma hafa verið boðaðar í sama fjárlagafrumvarpi „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“, niðurskurð hjá framhaldsskólum og lækkun fjárframlaga til réttindagæslu fatlaða, hjálpartækja og til endurhæfingarþjónustu, verndaðra vinnustaða öryrkja, jafnréttissjóðs, kvikmyndagerðar og lækkun til almennrar löggæslu svo fátt eitt sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK