fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir fréttir af meintu gjaldþroti sínu stórlega ýktar í færslu á Facebook í dag. Frétt þess efnis birtist á vef Eiríks Jónssonar í gær uppúr tísti hennar, með fyrirsögninni Pírati stefnir í gjaldþrot. Í tístinu sagði:

„Ég hef skilað inn gögnum og fór yfir mailið mitt, engin ítrekun um að ég þurfi að skila gögnum. Nei, gjaldfellum bara lánið og gerum þig gjaldþrota – það virðist vera góð leið.”

Ásta sér sig knúna til að leiðrétta misskilninginn í dag en þar fær Lánastofnun íslenskra námsmanna ekki góða einkun frá Ástu:

„Best að gjaldfella, svo ræða við fólk. Góð vinnubrögð, LÍN.“

Ásta hefur áður fjallað um fjármál sín á opinberum vettvangi, en hún sagði í Silfrinu í febrúar 2017 ekki hafa efni á því að kaupa sér íbúð fyrir þrítugt, þó svo hún væri með um 800 þúsund krónur á mánuði í laun eftir skatt, en Ásta er fædd árið 1990. Hún baðst síðar afsökunar á þeim ummælum.

Sjá nánar: Ásta Guðrún biðst afsökunar:„Ég læri af mistökum og geri betur næst“

Færsla Ástu er eftirfarandi:

„Æstar fréttir! Nei ég er ekki að verða gjaldþrota enda engin ástæða til. Enda var þetta ekki ummæli um mína fjárhagsstöðu heldur um hvernig LÍN starfar sem þetta tweet fjallar um. Á þriðjudag fæ ég skilaboð um að skólagjaldalán mitt frá LÍN hefði verið gjaldfellt. 3.3 milljónir sem skyldi borgast niður á 15 mánuðum, 210k á mánuði takk. Ég auðvitað sá strax að um mistök hefði verið að ræða, enda útskrifaðist ég. Kannski gleymdi ég að skila inn gögnum? Var ekki viss, hélt ég væri í góðu en ég er líka búin að vera mjög upptekin undanfarið, í nýrri vinnu.

En að sjálfsögðu þá var mér brugðið. Ég hafði ekki fengið neina tilkynningu um að það vantaði gögn, engin samskipti um lánið fyrr en þetta email. Ég hugsaði, jeminn hvernig mun LÍN taka á þessu? Get ég yfirhöfuð gert eitthvað? Nei málið er að samskiptaörðugleikar LÍN við námsmenn kristallast í því að í stað þess að senda tölvupóst til að minna á skil á gögnum – þá eru sendir tölvupóstar um að lánið sé gjaldfellt vegna þess að gögn vanti eða af öðrum ástæðum. Það eru engar upplýsingar um réttindi þín sem lánþega, engar upplýsingar um kæruleiðir, engar upplýsingar um afhverju. Bara allt í einu, tölvupóstur sem segir að þú ert í stórri skuld.

Best að gjaldfella, svo ræða við fólk. Góð vinnubrögð, LÍN. Kom á daginn að ég hafði ekki skilað inn lokaprófskírteini (fékk vinnu sama dag og niðurstöður einkunna, lífið er flókið) en um leið og það var komið í gegn féll rþssi gjaldfelling niður, sem betur fer. Málið er, að það hefði ekki þurft hálft hjartaáfall fyrir mig til að skila inn skírteini. Einfaldur tölvupóstur hefðu dugað. En það var farið strax alla leið. Og mér skilst að fleiri hafi fengið svipað bréf.

Þessi vinnubrögð LÍN hefur ekkert með lög LÍN að gera heldur samskipti og viðhorf þeirra til lánþega. Ég er ekki að verða gjaldþrota, enda myndi það ekki þurrka út LÍN skuldina mína þar sem LÍN mun elta mig þangað til ég dey. En það er algjör óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum! Góðar stundir!“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”