fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Segir Björn fá borgað fyrir að sverta andstæðinga Flokksins – „Björn Bjarnason er eiturtunga og slefberi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitamál vikunnar er bersýnilega brottvísun hinnar barnshafandi albönsku konu sem neitað var um hæli hér á landi.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segist í pistli fylgjandi brottvísun konunnar og telur að samtökin No Borders, sem vöktu fyrst athygli á málstað konunnar, stuðli að sundrungu í samfélaginu.

Fái greitt fyrir að sverta andstæðinga Sjálfstæðisflokksins

Þessu unir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands,ekki. Hann ræðst harkalega að Birni fyrir ummæli sín:

„Björn Bjarnason er eiturtunga og slefberi sem Sjálfstæðisflokkurinn, með stuðningi allra þingflokka, heldur á launum frá almenningi fyrir tilgangslausa skýrslugerð, en sem eru í raun laun fyrir að sverta pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins og grafa undan baráttu almennings fyrir réttlæti, mannvirðingu og jöfnuði,“

segir Gunnar Smári og vísar til skýrslu sem Björn vann að um EES-samstarf Íslands.

Grafi undan hugsjónarfólki

Gunnar segir að Björn reyni með ummælum sínum að grafa undir hugsjónafólkinu sem krefjist réttlætis í garð hælisleitenda:

„Hér reynir Björn að grafa undan því hugsjónafólki sem hefur reynt að láta raddir hinna veikast settu heyrast, sem er stór glæpur í augum þeirra sem tigna valdið og þola það ekki þegar heyrist í þeim sem það kremur undir hæl sínum.“

Gunnar minnist einnig á Hannes Hólmstein Gissurarson, sem einnig hefur fengið greitt úr sjóðum ríkisins fyrir skýrslugerð:

„Sjálfstæðisflokkurinn sækir með sama hætti fé til almennings til að launa Hannesi Hólmsteini þann óhróður og illmælgi sem vellur upp úr honum. Með ólíkindum að aðrir flokkar taki þátt í þessu, þeir virðast njóta þess að vera undir hæl Sjálfstæðisflokksins.“

Sjá nánarBjörn styður brottflutning albönsku konunnar og segir No Borders stuðla að sundrun samfélagsins

Sjá einnigSindri formaður Vantrúar varpar fram sprengju í máli óléttu konunnar frá Albaníu – „Ófrískar konur geti farið til Íslands og fengið ókeypis þjónustu“

Sjá einnigKvartað undan Kai í kjölfar brottvísunar hælisleitenda – Sögð brjóta siðareglur – Skellti á blaðamann

Sjá einnig: Sakar þá um hræsni sem gagnrýndu brottflutning albönsku konunnar – „Glenna sig opinberlega í hlutverki góðmennis“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?