Særún Ósk Pálmadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Haga hf. Um er að ræða nýja stöðu sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga innan Haga sem tilkynnt var um í ágúst síðastliðnum og er markmið stöðunnar meðal annars að gera boðleiðir skýrari og markvissari innan Haga og dótturfyrirtækja.
Særún hefur viðamikla reynslu á sviði samskiptaráðgjafar og kemur til Haga frá ráðgjafastofunni Aton.JL, áður Aton, þar sem hún starfaði sem samskiptaráðgjafi síðastliðin þrjú ár. Á árunum 2018 og 2019 var hún einnig kynningarstjóri tónlistarhátíðarinnar Myrkir músíkdagar. Særún hefur starfað sem sérfræðingur í samskiptum hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo og verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í HR.
Særún er með M.Sc. gráðu í almannatengslum með áherslu á krísusamskipti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og Háskólanum í Stirling í Skotlandi, sem og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.