fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Eyjan

Foreldrar kvarta yfir aðstöðu Keiluhallarinnar: Börnin innan um fólk sem hefur áfengi um hönd

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn foreldrafélags Keiludeildar Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR), hefur sent stjórn ÍR og fulltrúum allra flokka í borgarráði Reykjavíkurborgar bréf, þar sem kvartað er yfir æfingaaðstöðu þeirra sem æfa keilu í Keiluhöllinni. Eru börn sem þar æfa sögð ónáðuð af drukknum viðskiptavinum og að skortur á afsláttarkjörum skapi stéttarskiptingu innan íþróttarinnar.

Eyjan hefur bréfið undir höndum.

Þar segir meðal annars að barnungir iðkendur íþróttarinnar verði fyrir miklum truflunum af kúnnum Keiluhallarinnar, enda sé þar áfengi til sölu:

„Finnst okkur það ekki boðlegt að bjóða börnum uppá að æfa íþrótt í þeim aðstæðum sem að þau gera í dag. Mikið er um að fólk sem kemur sér til skemmtunar að spila keilu sé með áfengi um hönd og læti eftir því sem truflar iðkendur og er ekki þegar að lítur að öðrum íþróttum. Margt hefur verið reynt í vetur til að halda viðskiptavinum Keiluhallarinnar frá æfingasvæðunum þeirra en án árangurs. Viðskiptavinir Keiluhallarinnar virða ekki ummæli þjálfara, setjast inn á settin hjá krökkunum og oftar en ekki með áfengi um hönd.“

Sorgleg þróun

Keiluhöllin í Egilshöll er eina keiluaðstaðan á höfuðborgarsvæðinu og þykir stjórn foreldrafélagsins það bagalegt að íþróttin hafi ekkert val um æfingaaðstöðu:

„Auðvitað á íþróttin að vera aðskilin frá keilu sér til skemmtunar. Ofar en ekki eru miklar umræður um hve íþróttaiðkun sé mikilvæg forvörn gegn áfengi og fíkniefnum en ykkar keilu-iðkendur og börnin okkar alast upp við það að áfengi sé hinn eðlilegasti fylgihlut í þeirrar íþrótt, hversu sorglegt er það?“

Stuðli að stéttaskiptingu

Þá er tekið fram að afar kostnaðarsamt sé fyrir iðkendur að æfa sig aukalega utan æfinga, þar sem þeir njóti engra sérkjara eða afsláttar. Því sé aðgengi að æfingasvæðinu ekki sambærilegt við aðrar íþróttir hjá félaginu:

„Þarna skapast stéttaskipting innan iðkendahópsins því það eru einungis þeir velefnuðu foreldrar sem hafa tök á því að leyfa börnunum að fara utan æfingar. Krakkarnir njóta engra fríðinda eða afsláttar.“

Aðstaðan er sögð bágborin og til skammar fyrir foreldra, iðkendur og aðra áhorfendur sem vilji fylgjast með barni sínu og þess krafist að nýtt íþróttahús ÍR taki mið af þessu.

„Bæði myndi það borga sig fjárhagslega til lengdar, það myndi styrkja íþróttina til muna. Það yrði aukning innan deildarinnar. Við persónulega sjáum okkur ekki fært að mæla með íþróttinni eins og hún er stunduð í dag innan um skemmtanahald þar sem að áfengi er haft við hönd.“

Undir bréfið skrifa fyrir hönd Foreldrafélags keiludeildar ÍR, Regína L. Aðalsteinsdóttir formaður, Halldóra Björk Þórarinsdóttir, Heiðrún Sigurðardóttir, Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir og Ásdís Richardsdóttir.

Munu koma til móts við þarfir iðkenda

Andrea Pétursdóttir framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar, sagði við Eyjuna að hún vissi af bréfinu og Keiluhöllin væri boðin og búin til að koma til móts við þær óskir sem settar væru þar fram:

„Við skiljum málið ósköp vel og viljum reyna að gera enn betur til að bæta úr þessu. Það eru nú þegar tjöld á milli brautanna og við getum bæði fært þau til eða bætt við tjöldum líkt og við höfum komið á framfæri nú þegar og reynt að aðgreina plássin betur. Við viljum auðvitað að allir viðskiptavinir okkar upplifi sig örugga og verði ekki fyrir óþarfa áreiti.  Við erum líka opin fyrir að skoða gjaldskrána varðandi afsláttarkjör fyrir börn sem vilja mæta utan æfingatíma, líkt og við nefndum á fundi með ÍR í vikunni, það er alveg sjálfsagt,“

sagði Andrea.

Keiluhöllin hyggst opna átta brautir í húsnæði Kex hótels í miðborginni  á næsta ári og segir Andrea að keiluíþróttin muni njóta góðs af því:

„Það urðu smá tafir á framkvæmdum, en við stefnum að opnun þar eftir cirka eitt ár. Þá mun þetta allt horfa til betri vegar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Alþingiskosningar: Ekki í lagi að kostnaður við útlendingamál hafi farið úr þremur milljörðum í 20 á nokkrum árum

Alþingiskosningar: Ekki í lagi að kostnaður við útlendingamál hafi farið úr þremur milljörðum í 20 á nokkrum árum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“