fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Eru varaþingmennirnir Hjálmar og Þórarinn að koma eða fara ? Getur þú leyst gátuna ?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilfærslur hafa orðið á þingmönnum og varaþingmönnum Framsóknarflokksins síðustu daga, eins og gerist og gengur. Þar fara mikinn varaþingmennirnir Hjálmar Bogi Hafliðason og Þórarinn Ingi Pétursson úr Norðausturkjördæmi.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, hendir að þessu gaman á Facebook-síðunni Algerlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar svo úr verður nokkurskonar gáta. Getur þú áttað þig á henni ?

„Í dag tók Þórarinn Ingi Pétursson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttir og vék þá varamaður hennar, Hjálmar Bogi Hafliðason, af þingi.

Í sömu andrá tók Hjálmar Bogi Hafliðason sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þar sem fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í kjördæminu, Þórarinn Ingi Pétursson, sat þegar á þingi.”

Lausnin…

Mörgum reynist erfitt að skilja endanlega niðurstöðu málsins. Hér að ofan er um að ræða „einföldun“ í það minnsta útdrátt, á lengri tilkynningu frá forseta Alþingis um sætaskiptin. Sem kannski skýrir málið betur:

„Borist hefur bréf frá starfandi formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Þórarinn Ingi Pétursson, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hafi tekið sæti á ný á Alþingi mánudaginn 28. október sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur og vék þá 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Hjálmar Bogi Hafliðason, af þingi.

Þá hefur borist bréf frá 9. þm. Norðaust., Líneik Önnu Sævarsdóttur, um að hún verði fjarverandi á næstunni og geti ekki sinnt þingstörfum. Í dag, mánudaginn 4. nóvember, tekur því sæti á Alþingi sem varamaður fyrir hana áðurnefndur 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Hjálmar Bogi Hafliðason, en 1. varamaður á lista situr þegar á þingi eins og áður hefur komið fram.

Þeir hafa báðir tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa að nýju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna