fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Eyjan

Vigdís fékk hótunarbréf og er reið: „Öfgafeministar og káfkarlar – Ef þú hótar stattu við það – Eineltispólitík – See you in court!“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samfylkingin er flokkur sem ræðst á sterkar konur. Sverð þeirra og skjöldur eru öfgafeministar og káfkarlar. Þessi flokkur sem kennir sig blákalt á hátíðarstundum við frelsi, jafnrétti og samstöðu – stundar af offorsi eineltispólitík sem mótuð er og kokkuð upp í ráðhúsinu af borgarstjóra og tugum launaðra varðhunda hans,“

segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í færslu á Facebook í morgun.

Tilefnið er að Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur krafið Vigdísi bréfleiðis um afsökunarbeiðni og yfirlýsinga frá Vigdísi um bætta hegðun, vegna ásakana hennar um spillingu í sinn garð vegna BioDome verkefnisins í Elliðaárdal sem Eyjan hefur áður fjallað um.  Fréttablaðið greinir frá þessu seint í gærkvöldi.

Í bréfinu var hótað að fara með málið lengra ef Vigdís yrði ekki við kröfum Arons.

Sjá einnig: Vigdís sakar Samfylkinguna um spillingu – „Þessi tengsl eru afar afhjúpandi“

Skoðanakúgun Samfylkingarinnar

Vigdís segir að markmiðið hjá Samfylkingunni sé að koma í veg fyrir málefnalega og gagnrýna umræðu um störf þeirra á opinberum vettvangi og að afvegaleiða eða þagga umræðuna:

„Þetta hótunarbréf er einmitt sönnun þess að borgarstjóri og samherjar hans notast við öll tiltæk ráð til þöggunar og skoðanakúgunar í stað efnislegrar umræðu. Nú er hótað að etja sýslumanni á foraðið – hvað dettur þeim í hug næst?“

Í bréfinu segir:

„Umbjóðandi minn ætlar ekki að sitja undir orðræðu þinni, enda felur hún í sér ólögmæta meingerð og atvinnuróg sem enginn þarf að sæta á opinberum vettvangi, hvorki kjörnir fulltrúar né aðrar opinberar persónur,“

segir í bréfinu sem dagsett var 21. nóvember og var Vigdísi gefinn frestur til 24. nóvember til að bregðast við, ellegar mætti hún búast við frekari aðgerðum:

„Að öðrum kosti má búast við því að gripið verði til frekari aðgerða til að rétta hlut umbjóðanda míns, eftir atvikum með atbeina sýslumanns. Í því samhengi er áskilinn réttur til að auka við kröfur, breyta þeim og bæta við málsástæður, allt eftir því sem lög leyfa og umbjóðanda mínum hentar hverju sinni.“

Óhrædd við stefnu

 „Mitt svar við þessum ofsóknum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hefur alltaf verið – stefniði mér þá. Þau eru búin að elta mig á siðareglunum og ekkert gengur að ala mig upp. See you in court! Þetta er þannig mál,“

sagði Vigdís hlæjandi við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sósíalistaflokkinn vera í útrýmingarhættu – „Sjálfskipaðir forystumenn sitja ævilangt“

Segir Sósíalistaflokkinn vera í útrýmingarhættu – „Sjálfskipaðir forystumenn sitja ævilangt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“

Trausti getur ekki þagað lengur og lýsir framkomu Gunnar Smára í sinn garð – „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig þetta virkaði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!