fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Svört brunaskýrsla sögð áfellisdómur fyrir slökkviliðið – Sinnti ekki eftirliti og setti reykkafara í lífshættu vegna fartölvu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 10:37

Frá slökkvistarfi í Miðhrauni í vor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eft­ir á að hyggja verður það að telj­ast um­hugs­un­ar­vert að hafa sent reykkafara inn í bygg­ing­una þar sem ekki var um líf­björg­un að ræða. Mik­ill reyk­ur og hiti var á efri hæðinni (norðurenda) þegar reykkafar­arn­ir lögðu til at­lögu til að bjarga tölvu með mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um,“

seg­ir í skýrsl­u Mannvirkjastofnunar vegna brunans í Miðhrauni í fyrra þegar hús Geymsla og Icewear brann til kaldra kola. Í húsinu var einnig auglýsingastofan Vatikanið, og skrifstofur Marels.

Einn reykkafari var hætt kominn vegna slyss, er hann datt niður um hæð í tilraun til að bjarga fartölvunni. Var það talið mikið mildi að ekki hafi farið verr, því áverkar slökkviliðsmannsins hefðu hæglega getað orðið mun alvarlegri.

Reglum ekki fylgt

Samkvæmt skýrslunni var ekki farið eftir leiðbeiningum og reglum um brunavarnir og möguleikar til slökkvistarfs voru takmarkaðir. Þá var ekki óskað eftir lokaúttekt þegar húsnæðið var tekið til notkunar, né óskað eftir úttekt á stöðu framkvæmda áður en byggingin var tekin í gagnið. Þá var ekki heldur sótt um leyfi til að breyta byggingunni, er henni var breytt úr kvikmyndaveri Latabæjar, í  lager fyrir Icewear, sem hafði í för með sér aukið brunaálag. Einnig sinnti slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ekki eldvarnareftirliti í samræmi við reglugerð þar um, sem kveður á um árlega skoðun húsnæðis.

„Niður­stöður eru þær að við breytta notk­un varð bruna­álag í bygg­ing­unni langt yfir því sem gert var ráð fyr­ir við bruna­hönn­un bygg­ing­ar­inn­ar. Ásamt fyrr­nefnd­um atriðum er þetta tal­in höfuðástæða þess að svo fór sem fór,“

seg­ir í skýrsl­u Mannvirkjastofnunar.

Byggingarfulltrúi brást einnig

„Þetta staðfest­ir það sem við viss­um. Það átti að setja upp úðun­ar­kerfi í rými Icewe­ar. Eld­varn­ar­eft­ir­lit slökkviliðsins brást og bygg­ing­ar­full­trúi brást. Þetta er til staðfest­ing­ar á því sem við viss­um,“

segir Guðni Á. Haraldsson, lögmaður við mbl.is vegna niðurstaðna skýrslunnar, sem hann segir áfellisdóm.

Guðni fer fyrir hópi fólks sem krefst skaðabóta frá Geymslum, en hann telur líklegt að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í febrúar eða mars næstkomandi.

Er tjónið metið á um 2.7 milljarða króna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK