fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Óttast að of stórar íbúðir séu á leið á markað: „Óvíst hvort þær íbúðir sem nú eru í byggingu svari eftirspurninni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verulega hefur dregið úr þörf eftir íbúðarhúsnæði, frá því sem var. Samt sem áður er enn uppsöfnuð þörf eftir íbúðum. Óvíst er hvort þær íbúðir sem nú eru í byggingu henti þeim sem helst vantar húsnæði. Þetta sagði Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs á Húsnæðisþingi sem fram fór í vikunni.

Sigrún Ásta benti á að meðalstærð íbúða hefði farið minnkandi að jafnaði undanfarin ár, eftir að ákveðnum hápunkti hefði verið náð í kringum hrun. Hins vegar bendi upplýsingar um meðalstærð íbúða í byggingu til þess að nú séu heldur stærri íbúðir á leið á markað á næsta ári (2020) heldur en eru að koma á markaðinn í ár. „Það er óvíst hvort þær íbúðir sem nú eru í byggingu svari eftirspurninni,“ sagði Sigrún Ásta.

Sigrún Ásta benti á að íslenskur húsnæðismarkaður hafi ávallt verið mjög sveiflukenndur:

„Það hefur verið einkennandi fyrir hann að stærstu uppbyggingarskeiðin hafa verið viðbragð við neyðarástandi. Þetta hefur bitnað hvað mest á þeim sem eru í verstri stöðu þegar allt er komið í óefni. Við þurfum að vanda okkur að greina betur þörfina á hverjum tíma,“

sagði hún.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tók undir að áætlanagerð skipti verulegu máli þegar kemur að húsnæðismarkaðnum. Hann benti meðal annars á að ný stefna og ný stofnun í húsnæðismálum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, geti orðið leiðandi og gefið betri yfirsýn í þessum málum.

„Við erum þar að horfa fram á einhverjar mestu umbætur í þessum málum í áraraðir.”

Vantar slatta í viðbót

„Það vantar 3900 hagkvæmar íbúðir í stærð og verði inn á markaðinn á næstu árum umfram það sem þegar er farið af stað.. Það verður að tryggja aðgengi þeirra félagshópa sem eru í mestri þörf,“ sagði Sigrún Ásta.

Á síðasta ári hafi greining Íbúðalánasjóðs sýnt að óuppfyllt íbúðaþörf hafi numið á bilinu 5-8000 íbúðum. Nú blasi við skárri staða. „Þörfin hefur minnkað en ekki horfið,“ sagði Sigrún Ásta og sagði að endurskoðuð greining sjóðsins sýni að uppsöfnuð þörf eftir íbúðarhúsnæði nemi nú um 3900-6600 íbúðum á landsvísu. Því hafi uppsöfnuð þörf minnkað um vel yfir þúsund íbúðir á ári.

Sigrún Ásta benti á að þetta þýddi ekki að þúsundir fjölskyldna væru á götunni eða í algjöru íbúðahraki á meðan. Til að mynda byggi ungt fólk lengur í foreldrahúsum en áður og nokkuð væri um um að fólk byggi í óskráðu húsnæði.

Þegar horft væri fram til ársins 2023 mætti ætla að þá yrði þörf eftir húsnæði um 2200 íbúðir á ári, þannig að verulega ætti að draga úr húsnæðisskorti á komandi árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð