„Hattinn ofan fyrir Dagur B. Eggertsson. Fyrr á árinu tókst honum hið ómögulega, að fá ríkisstjórnina til að samþykkja Borgarlínu. Og í gær landaði hann stórum áfanga, undirskrift sjálfs samgönguráðherra Framsóknar við það sem mjög líklega er upphafið að færslu Reykjavíkurflugvallar yfir í Hvassahraun,“
segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur, á Facebook í dag.
Hann segist hugsanlega tilbúinn að fyrirgefa Degi fyrir framkvæmdirnar á Hverfisgötu, sem höfðu mikil áhrif á rekstur Gráa kattarins, sem bróðir Hallgríms, Ásmundur Helgason, rekur. Hefur Ásmundur krafist bóta, þar sem framkvæmdirnar hafi verið fælandi fyrir viðskiptavini með tilheyrandi afleiðingum á reksturinn:
„Pólitík er list hins mögulega og hér er mikil list á ferð. Fyrir þessi afrek erum við Ásmundur Helgason jafnvel til í að skoða það að fyrirgefa Degi Hverfisgötuklúðrið, eða hvað?“