fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Kári segir Vilhjálm siðfræðing vera rugludall – „Hefur nákvæmlega enga reynslu í vísindum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritdeila þeirra Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimsspeki og stjórnarformanns Siðfræðistofnunar, heldur áfram með grein Kára í Fréttablaðinu í dag.

Kári reið á vaðið þann 7. nóvember þegar hann fór hörðum og háðslegum orðum um Vilhjálm og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, vegna frumvarps sem samþykkt var í sumar, er varðaði vönduð vinnubrögð í vísindum. Kári sagði að engin skilgreining hefði fylgt því hvað teldist til vandaðra vinnubragða í frumvarpinu og því væri það „innihaldslaust þvaður.“

Kári uppnefndi Vilhjálm „eldklerk“ og sagði hugmyndir hans hættulegar og óaðlaðandi, en hann sagði Vilhjálm hafa átt hugmyndina að frumvarpinu.

Sjá nánar: Kári hæðist að Katrínu og segir hugmyndir siðfræðingsins Vilhjálms hættulegar – „Innihaldslaust þvaður“

Rugludallur

Grein Kára í dag ber heitið Rugludallur og er svar við grein Vilhjálms frá 14. nóvember:

„…þar sem hann telur sig hafa afhjúpað skilningsleysi mitt á eðli vísindanna. Með þessu finnst mér maðurinn sýna áræðni sem hann á skilið hrós fyrir, ekki vegna þess að ég telji mig ná til botns í málinu heldur vegna þess að Vilhjálmur hefur nákvæmlega enga reynslu í vísindum, aðra en þá að hafa skoðun á þeim,“

segir Kári.

Vilhjálmur hafði sagt að vísindamenn vissu almennt fullvel hvað teldist til vandaðra vinnubragða:

„Þetta er einfaldlega rangt,“ segir Kári hinsvegar og bætir við:

„Vísindamenn vita yfirleitt hvað teljast vönduð vinnubrögð á þeirra þrönga sviði, en þeir hafa ekki hugmynd um hvað teljast vönduð vinnubrögð í vísindum almennt, enda er eini samnefnari vandaðra vinnubragða í hinum ýmsu greinum vísinda heiðarleiki.“

Þurfi að lagavæða siðferðiviðmið

Kári mótmælir einnig skýringu Vilhjálms, um að ekki megi skilgreina vönduð vinnubrögð í frumvarpi, þar sem ekki gangi að lagavæða siðferðileg viðmið í vísindum:

„…en vill samt setja lög um þau og aðferðin til þess að takast á við það sé að nefna ekki viðmiðin á nafn? Hann staðhæfir að andstætt því sem ég segi þá séu til alþjóðleg viðmið um vönduð vinnubrögð í vísindum en það sætir furðu að hann skuli þá ekki annaðhvort segja okkur hver þau eru eða vísa okkur á stað þar sem við getum lesið um þau,“

segir Kári og nefnir einnig mikilvægi viðurlaga við óheiðarleika:

„Þú verður að vera heiðarlegur við sjálfan þig til þess að geta verið heiðarlegur við umheiminn. Það er meðal annars út af þessu sem það er mikilvægt að hafa viðurlög við óheiðarleika í vísindum eins og á öllum öðrum sviðum. Það er ekkert sem eykur meira líkurnar á því að maður gerist sekur um óheiðarleika í vísindum en að hann hafi gerst það áður.“

Vilhjálmur hafi enga reynslu

Kári stærir sig af því að vera höfundur um 700 vísindagreina, hvar meirihlutinn hafi verið birtur í bestu vísindagreinum heims:

„Þess utan hafa aðrir vísindamenn birt 96000 vísindagreinar þar sem þeir vitna í mínar greinar. Það er í krafti þessarar reynslu sem ég held að ég hafi nokkurn skilning á því hvað felst í því að vinna að vísindum. Vilhjálmur Árnason hefur enga reynslu í vísindum en tjáir sig um þau eins og sá sem best veit í krafti þess að hann vinnur við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, sem hefur breytt sér í sértrúarsöfnuð sem telur sig eiga að hafa síðasta orðið um allt sem lýtur að mannlegri breytni. Það er nú meiri vitleysan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum