fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Ísland komið á bannlista – Stjórnvöld sögð styðja skipulagða glæpastarfssemi – „Hvenær fá landsmenn nóg?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er á gráum lista FATF, alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Er Ísland á listanum þar sem stjórnvöld hér á landi brugðust ekki nægilega hratt og vel við ábendingum samtakanna um hvað þyrfti að gera til að koma í veg fyrir peningaþvætti og spillingu slíku tengdu.

Íslensk stjórnvöld stefna að því að fara af listanum í febrúar og hafa spáð því að afleiðingarnar af veru Íslands á listanum verði óverulegar.

Ísland komið á bannlista

Fréttablaðið greinir frá því í dag hinsvegar að erlend verðbréfafyrirtæki hafi þegar slitið á viðskiptasambönd við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra sökum málsins. Eru fyrirtækin í viðskiptum við bandaríska uppgjörsfyrirtækið Apex Clearing Corpuration, sem sendi ónefndum Íslendingi bréf um síðustu helgi þess efnis, að verðbréfareikningi hans yrði lokað. Hefur Apex sett Ísland á bannlista vegna veru Íslands á gráa listanum.

Þá er einnig greint frá því að annar Íslendingur, sem hafi verið í viðskiptum við Firstrade verðbréfafyrirtækið, hafi einnig fengið samskonar bréf, þar sem reikningi hans var lokað vegna stefnu Apex fyrirtækisins.

Seinagangur stjórnvalda hér á landi gagnvart tillögum FATF og skortur á vörnum gegn peningaþvætti hefur því leitt til þess að landsmenn geta ekki átt í frjálsum viðskiptum erlendis.

Hvenær er komið nóg?

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir í tilefni fréttarinnar, að stjórnvöld á Íslandi styðji peningaþvætti og skipulagða glæpastarfssemi. Hann setur fram stórar spurningar og svarar þeim sjálfur, með stóryrtum svörum:

  • Af hverju voru svona margir Íslendingar í Panamaskjölunum? Vegna þess að íslensk stjórnvöld höfðu neitað, þrátt fyrir linnulausar ábendingar, að setja í lög varnir gegn skattsvikum hinna ríku í gegnum aflandsviðskipti.
  • En hvers vegna vildu íslensk stjórnvöld ekki setja upp þessar varnir? Vegna þess að íslenskt stjórnvöld þjóna ekki hagsmunum almennings heldur hinna fáu ríku og valdamiklu, og þau vildu tryggja að þau gætu svikið undan skatti og falið fé.
  • En hvers vegna er Ísland á gráum lista yfir lönd sem hafa ekki varnir gegn peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi, eitt landa í okkar heimshluta? Það er vegna þess að íslensk stjórnvöld styðja peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi hinna fáu ríku og valdamiklu, með því í reynd að heimila skipulagða glæpastarfsemi, svipaða og afhjúpast hefur í Samherja-hneykslinu (þar sem raunverulegt eðli stærsta opinbera styrkþega Íslandssögunnar sést glögglega).
  • Er þetta ekki fullmikið sagt, ertu að halda því fram að Ísland sé þjófabæli? Já. Og það verður það eins lengi og fólk lokar augunum fyrir því.
  • Hvenær fá landsmenn nóg? Hversu langt ætlið þið að bera þetta lið? Hversu oft og mikið ætlið þið að láta það ræna ykkur?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?