fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

„Verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 09:01

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er hefur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðrað þá hugmynd sína að verkalýðsfélögin stofni stjórnmálaflokk, eða styrki aðra flokka til að markmið hreyfingarinnar náist fram. Hafa slíkar hugmyndir mætt tortryggni frá hægri vængnum en nú hafa lögspekingar sagt slíka hugmynd hæpna, samkvæmt Fréttablaðinu í dag.

„Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“

er haft eftir Björgu Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Hún segir að líta beri til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar mannréttindasáttmálans um félagafrelsi, en dómar gegn Íslandi hafa fallið hjá mannréttindadómstólnum í Strassborg á þeim forsendum. Þar er nefnt mál Varðar Ólafsson frá 2010, um gjöld til samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra til pólitískra mála og er aðild að Evrópusambandinu meðal þeirra.

Skýrar reglur um framlög

Þá segir Elín Ósk Helgudóttir, aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík að vísbendingar séu í lögum um að verkalýðsfélög get sem slík ekki starfað sem stjórnmálaflokkar, né notað sjóði sína í framboð:

„Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti.“

Þá segir Elín hæpið að verkalýðsfélögin geti stofnað framboð á nýrri kennitölu, þar sem lög nr. 17/2003 tilgreina að í báðum tilfellum sé um að ræða almenn félög, sem ekki séu skráningarskyld:

„Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman. Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina,“

segir Elín.

Hún telur hinsvegar ekkert því til fyrirstöðu að verkalýðshreyfingin styrki aðra flokka, svo framarlega sem það sé gert upp að lögbundnu hámarki, sem er 550 þúsund hjá lögaðilum. Þá nefnir hún að fólk sé ekki skikkað af lögum til að vera í stéttarfélagi, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þjónustu sem stéttarfélögin veita, eins og kjarasamningagerð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”