fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Þorsteinn Már er ennþá forstjóri samkvæmt Samherja

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 18:00

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar sem forstjóri Samherja í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna. Tók Björgólfur Jóhannsson við tímabundið meðan málið yrði rannsakað af lögfræðistofunni Wikborg Rein.

Samkvæmt heimasíðu Samherja er Þorsteinn Már hinsvegar ennþá titlaður forstjóri fyrirtækisins, samkvæmt lista yfir starfsmenn fyrirtækisins. Nafn Björgólfs er þar hvergi að finna.

Eflaust á aðeins eftir að uppfæra heimasíðuna hjá fyrirtækinu, en ekki er ólíklegt að það hafi gleymst í öllu fárinu sem fylgdi í kjölfar þess að upplýst var um vafasama viðskiptahætti Samherja.

Þorsteinn sagður einráður

Í bókinni Ekkert að fela – Á slóð Samherja í Afríku, eftir þá Helga Seljan, Aðalstein Kjartansson og Stefán Aðalstein Drengsson, er fjallað nánar um Samherjamálið og starfsemi fyrirtækisins í Afríku.

Í bókinni er sagt frá því að engin raunveruleg framkvæmdastjórn hafi verið hjá fyrirtækinu, þar sem Þorsteinn Már, forstjóri og stór eigandi félagsins, héldi um alla tauma þar sjálfur og væri næstum því einskonar einráður í fyrirtækinu. Er þetta byggt á úttekt hollensks sérfræðings hjá endurskoðendafyrirtækinu KPMG á starfsemi Samherja árið 2014, sem talar um „flókið innanhúss hagkerfi“ Samherja, sem starfað hafi víða um heim.

Er Þorsteinn sagður einráður í fyrirtækinu, hann sé eini framkvæmdastjórinn.

„Aðrir lyk­il­stjórn­end­ur, sem ekki eru starfs­menn Sam­herja beint, en stýra mis­mun­andi sviðum innan Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, eru í beinu sam­bandi við for­stjóra Sam­herja dag­lega. For­stjóri Sam­herja er lyk­il­maður í öllum við­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins og hefur bein afskipti af skipu­lagi veiða,“

segir í skýrslunni.

Sjá nánar: Samherji vildi eyða út athugasemdum í skýrslu KPMG – Þorsteinn Már sagður einráður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata