fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Davíð segir Ágúst þurfa sérfræðiaðstoð: „Mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn um Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, í leiðara dagsins. Tilefnið er uppnámið sem varð á Alþingi í gær, þegar Bjarni Benediktsson stormaði út úr þingsalnum eftir orðaskipti og ásakanir um að hafa brotið lög um opinber fjármál, en það var Ágúst Ólafur sem fyrstur nefndi að Bjarni gæti ekki notað varasjóði til að fjármagna rannsóknina á Samherjamálinu, þar sem sá kostnaður sé fyrirsjáanlegur, en lögum samkvæmt á að nota varasjóði fyrir ófyrirsjáanlegan kostnað.

Davíð telur málið allt hið vandræðalegasta fyrir Samfylkinguna og fer hörðum orðum um Ágúst Ólaf, sem hann segir sérstaka blaðsíðu:

„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara. Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið.“

Eplið og eikin

Davíð minnist einnig á að faðir Ágústs, Ágúst Einarsson, hafi á sínum tíma „umturnast“ í ræðustól Alþingis, en hann var einnig þingmaður Samfylkingarinnar og átti sjálfur kvóta:

„Þeir sem fylgdust með þinginu fyrir alllöngu muna þegar að jafnaði stilltur maður, sennilega með áþekku nafni umturnaðist í ræðustól yfir óréttlæti kvótans og þeirri ósvinnu að ekki hefði verið ákveðið að sporður yrði sendur inn um hverja lúgu og fyrr mætti enginn fá sporð númer tvö. Skammaði riddari réttlætisins þessa 62 kvótaeigendur í salnum eins og hunda fyrir græðgi þeirra og skilningsleysi sem hann væri einn um að andæfa. Það fór ekki á milli mála að óréttlætið sveið þessa viðkvæmu sál samfylkingarmannsins sárlega. Ef ekki inn að beini þá örugglega langleiðina inn að veskinu hans.“

Áfallahjálp fyrir feðgana

Segir Davíð að þeir feðgar gætu þurft á áfallahjálp að halda:

„Kannski væri hægt að ná þessum tveimur þjökuðu sálum saman til skilningsríkra sérfræðinga sem gætu þrætt sig í gegnum þetta böl fátæktar og óréttlætis sem þjakar þá alla tíð. En þrátt fyrir þessa ógnarfátækt tveggja kynslóða jafnaðarmanna, þá hefði þingforsetinn frekar átt að ná í áfallahjálp handa Ágústi og senda áfallahjálp 20 ár aftur í tímann handa hinum, þar sem hann hímir kannski undir skektu á hvolfi úti í Örfirisey eða öðru hreysi ekki fjarri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð