fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

RÚV heldur fast í óvissukenninguna og hafnar skýringum ríkisendurskoðanda

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2019 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borist hefur yfirlýsing frá stjórn Ríkisútvarpsins vegna svartrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Áhöld hafa verið uppi um hvort einhver óvissa ríkti um að RÚV bæri að stofna dótturfélög utan um samkeppnisrekstur sinn, en ríkisendurskoðandi hafnaði óvissukenningu Kára Jónassonar, stjórnarformanns RÚV í morgun, líkt og Eyjan greindi frá.

Sjá nánar: Ríkisendurskoðandi hafnar afsökun Kára – „Alveg skýr lagaskylda“

Virðist Kári ekki sætta sig við skýringar ríkisendurskoðanda, ef marka má yfirlýsingu stjórnarinnar sem lesa má hér að neðan:

Vegna frétta um skýrslu Ríkisendurskoðunar um RÚV sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarna daga, telur stjórn félagsins við hæfi að árétta eftirfarandi: Stjórn Ríkisútvarpsins hefur í framhaldi af skýrslu Ríkisendurskoðunar komið saman og skipað vinnuhóp sem mun hefjast handa við að undirbúa stofnun dótturfélags í samráði við mennta- og menningarráðuneytið án frekari tafa.

Stjórnin hefur unnið í fullu samráði við mennta- og menningarráðuneytið á útfærslu á aðskilnaði samkeppnisrekstrar og almannaþjónustu sbr. 4. gr. laga, nr. 23/2013, en ákvæði um að stofna skyldi dótturfélag til að annast m.a. sölu auglýsinga tók gildi 1. janúar 2018. Á þeim vettvangi var ákveðið að bíða með stofnun dótturfélags um samkeppnisrekstur vegna þeirrar alvarlegu óvissu sem gætti um fjárhagslegar afleiðingar þess sem hefðu getað falið í sér stórfelldan niðurskurð á grunnþjónustu RÚV. Jafnframt hefur verið bent á að lagabreyting kunni að vera heppilegri lausn, þar sem stofnun dótturfélags er óþörf – bókhaldslegur aðskilnaður samkeppnisreksturs og almannaþjónustu RÚV er nú þegar með fullnægjandi hætti.

Á fundi stjórnenda og stjórnar RÚV með ráðherra fyrir rúmu ári kom skýrt fram sá vilji að RÚV yrði ekki gert að stofna dótturfélag ef það hefði fjárhagslegt tjón í för með sér. Því ákvað ráðuneytið að leita álits Ríkisendurskoðunar um aðskilnað samkeppnisreksturs og almannaþjónustu. Ríkisendurskoðun afréð í framhaldi af því að gera stjórnsýsluúttekt á rekstri RÚV. Samkvæmt bréfi stofnunarinnar til RÚV var ætlunin að skýrslan lægi fyrir í mars 2019.

Nú hefur Ríkisendurskoðun skilað skýrslu sinni sem tekur af öll tvímæli um að stofnun dótturfélags um samkeppnisrekstur hefur ekki áhrif á virðisaukaskattgreiðslur RÚV. Í bréfi dagsettu 10. október 2018 tilkynnti ráðuneytið RÚV að farið yrði yfir málið þegar álit Ríkisendurskoðunar lægi fyrir. Því voru að mati stjórnarinnar ekki forsendur til að aðhafast fyrr en nú að þessari óvissu hefur verið eytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á