fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Kári Stefánsson kominn með nóg: „Bjarni, þjóðin vill betra heil­brigðis­kerfi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2019 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að hann saknaði þess að ekki væri tekin „dýpri“ umræða um Landspítalann og rekstrarvanda hans.

„Það má vel vera að um sé að ræða raun­veru­legan söknuð af þinni hálfu en hann kemur skringi­lega fyrir sjónir ef horft er til þess sem á undan er gengið,“

segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem tekur Bjarna á orðinu í pistli í Fréttablaðinu í dag, hvar hann fer yfir vanda Landspítalans og setur fram fjögur skilyrði sem hafa þurfi í huga við einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.

Hann minnir á að árið 2016 hafi 85 þúsund íslendingar skrifað undir áskorun á stjórnvöld að auka framlög til heilbrigðismála, eða 11 prósent af vergri landsframleiðslu:

„Nú þremur árum síðar eyðum við ívið minni hluta af vergu lands­fram­leiðslunni í heil­brigðis­mál en við gerðum árið 2016. Í þessu felst hluti af vanda Land­spítalans. Þjóðin hefur á­kveðna skoðun á heil­brigðis­kerfinu og hefur til þess væntingar sem ríma engan vegin við þau fjár­lög sem Al­þingi hefur sam­þykkt á undan­förnum árum,“

segir Kári og bætir við:

„Undir­skrifta­söfnunin hefði átt að vera þér Bjarni, sem fjár­mála­ráð­herra, full á­stæða til þess að hefja um­ræðuna djúpu um Land­spítalann í stað þess að halda á­fram að standa fyrir því að honum var skammtað fé langt undir þörfum þannig að hann hlaut að skila tapi. Svo ertu pirraður á því að skýringin á tapi spítalans í hittið­fyrra hafi verið ein, í fyrra önnur og í ár sú þriðja.“

Leysist með „sérstöku fé“

Langir biðlistar eftir liðskiptiaðgerðum myndu hverfa ef Bjarni myndi aðeins láta meiri pening í Landspítalann segir Kári:

„Stað­reyndin er sú að Land­spítalinn fær á­kveðna upp­hæð á fjár­lögum og ef hann gerði mikinn fjölda lið­skipta núna yrði að taka peninga af annarri grund­vallar­þjónustu sem spítalinn á að sinna lögum sam­kvæmt. Ef Sví­þjóð eða Klíníkin gera svona að­gerðir er peningurinn tekinn úr allt öðrum sjóði. Skyn­sam­lega leiðin til þess að leysa lið­skipta­á­þján þjóðarinnar væri að veita sér­stöku fé til Land­spítalans til þess að leysa þennan vanda. Land­spítalinn gæti þá annað hvort gert að­gerðirnar sjálfur eða falið Klíníkinni að sinna þeim al­farið eða að hluta á því verði sem sam­ræmist kostnaði á spítalanum.“

Pólitískt brölt

Kári segir stefnu Bjarna hingað til ekki góða fyrir Sjálfstæðisflokkinn:

„Bjarni, þjóðin vill betra heil­brigðis­kerfi og er reiðu­búin til þess að eyða í það mun stærri hundraðs­hluta af þjóðar­tekjum en gert hefur verið upp á síð­kastið. Ég hef það á til­finningunni að þú sért mér sam­mála um flest af því sem ég hef skrifað hér að ofan en þú ert með ein­hvers konar skatta- og veiði­gjalda­lækkunar­á­ráttu sem gerir þér erfitt um vik að viður­kenna það og er að smækka flokkinn þinn niður úr öllu valdi. Með þessu ertu að halda and­stæðingum Sjálf­stæðis­flokksins veislu. Kannski þú sért kominn með leið á pólitísku brölti og lítir svo á að auð­veldasta leiðin út úr því sé að Sjálf­stæðis­flokkurinn hverfi bara fyrir fullt og allt.“

Eitt heilbrigðiskerfi

Kári segir allt tal Bjarna um að einkarekstur gæti bætt bölið sé rammfölsk tónlist og hafnar slíkum hugmyndum, en þó ekki alfarið. Hann setur fram fjögur skilyrði sem þyrfti að hafa í huga við einkareknar einingar innan heilbrigðiskerfisins:

  1. Einka­reknu einingarnar mega ekki vera utan heil­brigðis­kerfisins heldur skil­greindar sem hlutar þess og sem slíkar verða að leggja að mörkum til út­færslu á heildar­stefnu í heil­brigðis­málum, sem Svan­dís hefur látið færa í lög. Þær verða til dæmis að vera hluti af verk­ferlum kerfisins þannig að á­kvarðanir um það hvort að það eigi að fram­kvæma að­gerð á sjúk­lingi séu teknar á sömu for­sendum og í opin­bera kerfinu og oftast af sömu aðilum. Það má til dæmis sjá fyrir sér að Land­spítalinn kaupi þjónustu af Klíníkinni í Ár­múla til þess að stytta bið­lista fyrir lið­skipti.
  2. Kostnaður af einka­reknu þjónustunni má ekki vera hærri en af þeirri ríkis­reknu. Þetta skil­yrði gæti reynst erfitt vegna þess að þeir sem eiga einka­fyrir­tækin vilja arð af fjár­festingum sínum. Í þessu sam­hengi vil ég benda á að Sjúkra­tryggingar hafa greitt hærra verð fyrir augn­steina­að­gerðir fram­kvæmdar á einka­stofum heldur en þær á Land­spítalanum og Klíníkin í Ár­múla vill 1200 hundruð þúsund krónur fyrir lið­skipta­að­gerðir en Land­spítalinn fær eina milljón fyrir þær þegar þær eru gerðar í bið­lista­á­taki. Þess ber að geta að hvorki einka­stofur augn­lækna né Klíníkin búa yfir að­stöðu til þess að sjá um sjúk­lingana ef eitt­hvað fer úr­skeiðis heldur eru þeir fluttir á Land­spítalann til að­hlynningar. Það er sem sagt opin­bera heil­brigðis­kerfið sem fjár­magnar öryggis­netið fyrir þennan einka­rekstur. Þess vegna væri eðli­legt að Klíníkin fengi tölu­vert minna en eina milljón fyrir lið­skiptin. Bjarni þetta er á­stæða þess að þú sem fjár­mála­ráð­herra sem er nískur á fé til heil­brigðis­mála ættir að vera heldur á móti einka­væðingunni nema guð má vita hvað.
  3. Einka­reksturinn verður að lúta gæða­eftir­liti heil­brigðis­kerfisins á sama máta og ríkis­reknu einingarnar. Með þessum orðum er ég alls ekki að halda því fram að einka­reknu einingarnar þurfi meira á því að halda en þær ríkis­reknu. Þess ber þó að geta að við höfum dæmi um það hvernig einka­reksturinn getur farið úr böndum. Eitt af þeim er að það eru teknir háls­kirtlar úr tvisvar til þrisvar sinnum fleiri börnum á Ís­landi en í ná­granna­löndum okkar og þeir eru nær allir teknir á einka­stofum úti í bæ. Fyrir vikið verður til ó­þarfa kostnaður fyrir kerfið og þjáning fyrir börnin.
  4. Sú læknis­þjónusta sem er innt af hendi í einka­rekstri verður að leggja af mörkum til menntunar heil­brigðis­starfs­fólks vegna þess að til hennar verður að nýta mjög stóran hundraðs­hluta af öllu sem til fellur í heil­brigðis­kerfinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum