fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Fyrrverandi Samherjamaður stígur fram: „Hef gerst sekur um mútugreiðslur“ – Segir Jóhannes skíthæl og Akureyringa meðvirka

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Guðmundsson er fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri sem og fyrrverandi starfsmaður Samherja Hann er búsettur í Sambíu, sem er landlukt nágrannaríki Namibíu til norð-austurs. Hann lýsir því í kjölfar Samherjamálsins hvernig heilt samfélag á Akureyri hafi gerst meðvirkt með fyrirtækinu, en Sigurður er nú staddur fyrir norðan. Hann lýsir því hvernig Samherjamálið hefur haft áhrif á bæjarbraginn:

„Mig langaði eiginlega heim til Sambíu eftir nokkra klukkutíma veru hér. Hér er allt í kaldakoli. Það eru flestallir hálfgeðveikir vegna saltausturs og Samherja. Fáir Akureyringar þora að tala um Samherja,“

segir Sigurður og bætir við:

„Umræðan um Samherja hér á Akureyri er svona einsog að eiga nákominn frænda sem er dópsali og ofbeldismaður en hann á lítið barn þannig að við skulum gefa honum séns. Hann færir okkur líka fallegar gjafir þegar við eigum afmæli. Hann er bara svona einsog hann er en, hann var ljúfur sem barn. “Duglegur, byrjaði með tvær hendur tómar og gerir gott lasagna með kotasælu” Í alvöru? Þetta heitir meðvirkni á þeirri íslensku sem mér var kennd.“

Greiddi lögreglu mútur

Sigurður lýsti því einnig á Facebook að hann hefði sjálfur gerst sekur um mútugreiðslur í Sambíu. Tekið skal fram að það mál virðist þó ekki tengt Samherja:

„Hef gerst sekur um mútugreiðslur í Sambíu. Tók U-beygju á röngum stað og var stöðvaður af laganna vörðum. Átti að borga 3000 kr en röflaði það niður í þúsundkall og greiddi það í reiðufé. Tveimur vikum seinna var ég stöðvaður fyrir að vera ekki með endurskinsmerki á fram og afturstuðurum. Sama sekt en brotið alvarlegt enda skylda að klína rauðum endurskinsborðum á afturstuðara og silfruðum á þann fremri. Var ekki með pening þannig að ég fékk símanúmerið hjá þessum grandvara og heiðarlega lögreglumanni. Skaust í hraðbanka og laumaði síðan þúsundkalli til hans seinnipartinn. Í Namibíu eru samlandar mínir að nota hærri upphæðir. En tilgangurinn helgar meðalið. Maður notar mútur til að sleppa ódýrara frá hlutunum. Þegar maður gerir slíkt er maður orðinn sekur eins og lögreglan um spillingu. Við þeirri sök gengst ég við.“

Ofbeldi og hroki Samherja og Kristjáns

Sigurður lýsir því hvernig Samherji hafi ásamt Kristjáni Þór, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og núverandi sjávarútvegsráðherra, sem er jafnframt æskuvinur Þorsteins Más fyrrum forstjóra Samherja, komið fram af hroka við Akureyringa um leið og peningum hafi verið dælt í þá:

„Í eitt skiptið þegar þeim peningum var úthlutað þurfti við athöfnina að drulla yfir okkur bæjarfulltrúa fyrir að hafa samþykkt Dalsbraut. Þá langaði mig virkilega að labba út sem ég gerði stuttu síðar. Nokkrum vikum áður hafði núverandi sjávarútvegsráðherra og annar megineigandi Samherja staðið upp á íbúafundi og sagt að yfir hana yrði mokað þegar þeir kæmist aftur til valda. Síðan gengu þeir út. Hvað segir þetta um þessa menn. Ofbeldi og hroki.

Sjáið þið ekki í gegnum þetta? Áratuga vinskapur ráðherra og eigenda Samherja. Síðan þá hefur verið deginum ljósara að peningar sem þessir eru ekki til annars gerðir en að kaupa sér viðskiptavild íbúa bæjarins. Enda hefur ekki einn aðili tengdur íþróttastarfi í bænum þorað að tjá sig um þetta mál. Margir hafa gripið til pennans og skrifað til stuðnings félaginu. Enda eru þetta bara spilltir halanegrar sem hafa misnotað góðvild félagsins sunnan við miðbaug. Samansafn af einhverjum apaköttum sem hafa afvegaleitt þessa bæjarprýði sem við eigum.“

Skíthæll verður maður ársins

Sigurður segir það ótrúverðugt að Kristján Þór Júlíusson eigi að fara fyrir spillingarrannsókn á starfsemi útgerða í samvinnu við Matvæla – og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna(FAO), en þar er Árni Mathiesen, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins aðstoðarframkvæmdastjóri:

„Maður verður einfaldlega sorgmæddur að hugsa um þetta. En við þessu er vinnuhópur að fara af stað af hálfu Sjávarútvegsráðherra. Svona almennt. Hann fer fyrir hóp sem á að setja einhverjar reglur um fyrirtæki sem vinur hans á. Eru einhver eiturefni í vatninu sem við drekkum eða erum við bara svona vitlaus. Þetta þykir mönnum allt í lagi. Farið er á svig við allar reglur um kvótaeign. Uppsjávarkvóti er aukinn verulega og milljarðar færðir til einsog hendi sé veifað. Maður spyr sig hvort stjórnmál hér séu í einhverju frábrugðin þeim í Namibíu þó að óljósara sé.

Það fyndna samt í þessu er að þessi uppljóstrari er hvunndagshetja í dag. Maðurinn er drullusokkur með eftirá samvisku og verður líklega valinn maður ársins. Kristján Þór mun standa uppi sem sigurvegari enda slægur sem áll og útvörður heiðarlegra stjórnmála. Hann verður í öðru sæti á eftir uppljóstraranum. Mikið væri nú samt gaman að sjá tölur frá Samherja hvað þeir hafa verið duglegir að styrkja barna og íþróttastarf í Namibíu. Ég held að sú tala sé frekar lág.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna