fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Björn bregst ókvæða við gagnrýninni – Sakar fréttamenn RÚV um dulin markmið og líkir Samherjamálinu við barnaníðsklúður

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2019 18:00

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í Samherjamálinu. Nefndi hann í pistli sínum eftir að málið kom upp, að Kveikur og Stundin hefðu gert „atlögu“ að Samherja, en mörgum þótti Björn taka upp hanskann fyrir Þorstein Má og Samherja að ósekju. Björn gagnrýnir gagnrýnina og minnist sérstaklega á skrif Sif Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu:

„Enginn hefur reynt á nokkurn hátt að bregða fæti fyrir að réttvísin nái fram að ganga í þessu máli. Þá grípa þeir sem vilja nota það í pólitískum tilgangi til orðhengilsháttar eins og Sif Sigmarsdóttir álitsgjafi Fréttablaðsins sem býr í London og skrifar furðusögur. Álitsgjafar og fréttamenn sem fylgja pólitískum rétttrúnaði eru „fyrirsjáanlegir“. Eins og birtist í umræðuþætti um loftslagsmál, afstöðu til Samherja eða hverjum þætti Kastljóss eftir annan./

Sérkennilegt er að sjá álitsgjafa gagnrýna að ég hafi notað nafnorðið „atlaga“ í pistli hér á síðunni þegar ég ræddi um efni og efnistök Kveiks, fréttaþáttar ríkissjónvarpsins á dögunum, þar sem lýst var viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Í ljós hefur komið að full ástæða er til að rannsaka framgöngu Samherja ofan í kjölinn,“

segir Björn.

Fyrirsjáanlegir réttrúnaðarmenn

Björn hefur ekki mikið álit á þeim sem ekki eru sammála hans eigin skoðunum, en hann telur þá aðhyllast réttrúnað og séu fréttir þeirra því marki brenndar. Þeir hljóti því að hafa einhver dulin markmið:

„Álitsgjafar og fréttamenn sem fylgja pólitískum rétttrúnaði eru „fyrirsjáanlegir“. Eins og birtist í umræðuþætti um loftslagsmál, afstöðu til Samherja eða hverjum þætti Kastljóss eftir annan. Þetta bar á góma í samtali við Íslendinga sem hafa lengi verið búsettir erlendis, til dæmis í Danmörku og Noregi, og hlustað á sambærilega þætti þar og Kveik eða Kastljós. Íslenskir þættir væru því marki brenndir að þar ætti að sanna einhverja fyrir fram skoðun fréttamanna frekar en upplýsa. Sótt væri að viðmælanda með vísan til „réttrar skoðunar“ í stað þess að ræða mál í þeim tilgangi að upplýsa þau með rökum með og á móti. Á ensku tala menn í þessu sambandi um að fjölmiðlamenn hafi hidden agenda – dulið markmið.“

Þorsteinn Már, Cliff Richard og BBC

Björn sér ástæðu til að minnast á deilur Þorsteins Más, fyrrverandi forstjóra Samherja, við RÚV vegna deilna hans við Seðlabanka Íslands og líkir því við klúður hjá BBC sem tengist ásökunum í garð Little Richard um barnaníð. Verður þetta að teljast ansi stórorð samlíking hjá Birni, sem alla jafna er varfærinn í skrifum sínum, þó ýmislegt megi lesa á milli línanna:

„Um árabil hefur Þorsteinn Már Baldvinsson átt í stríði við fréttastofu ríkisútvarpsins vegna samvinnu hennar og Seðlabanka Íslands um flutning frétta af því þegar gerð var húsleit hjá Samherja að frumkvæði bankans en daginn áður hafði fréttastofan haft samráð við bankann um hvernig sagt skyldi frá málinu.

Árið 2014 var samvinna milli breska ríkisútvarpsins BBC og lögreglu þegar hún gerði húsleit á sveitasetri söngvarans Sir Cliffs Richards á Englandi vegna ásakana í hans garð um barnaníð.

Sendi BBC þyrlu á vettvang til að sýna beint frá lögregluaðgerðinni. Söngvarinn var sjálfur í Portúgal þegar húsleitin var gerð. Vegna frétta af henni fór hneykslunarbylgja gegn honum um allt Bretland og raunar um heim allan.

Sir Cliff var aldrei ákærður eða sakfelldur. Hann stefndi og vann mál gegn BBC með sögulegum dómi og fékk skaðabætur og hluta málskostnaðar. Honum þótti þessi hlutur of lítill og nú í september var samið um að BBC greiddi honum 2 milljónir punda vegna lögfræðikostnaðar. Sir Cliff segist hafa borið 4,5 milljón punda kostnað vegna þessa máls. Þetta er meðal þeirra mála sem vegið hafa mest að trúverðugleika BBC.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni