fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Sagðir gefa eftir eignarhlut sinn í Play til að laða að tortryggna fjárfesta

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. nóvember 2019 09:12

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Play flugfélagsins hyggjast funda með stöndugum fjárfestum úr ferðaþjónustunni hér á landi í dag eða um helgina, en erfiðlega hefur gengið að fá fjárfesta til að skuldbinda sig til þátttöku í hlutafjársöfnun sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. Morgunblaðið greinir frá og nefnir að horft sé til þess að tryggja verulegan hluta þeirra 1.7 milljarða sem stefnt er að og að stofnendur félagsins séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum um minnst 50% eignarhlut í félaginu. Eru viðtökur fjárfesta sagðar hafa verið tregar hingað til samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Er fundurinn sagður eiga sér stað í dag eða um helgina og er mikilvægi hans talið verulegt fyrir framtíð félagsins, sem hefur sagst ætla að hefja flug í desember, en flugrekstrarleyfi hefur ekki verið tryggt ennþá. Er leyfið háð ströngum skilyrðum, en eitt þeirra sem Play er sagt eiga í erfiðleikum með að uppfylla, er að reiða fram 300 milljóna króna tryggingu fyrir leigu á flugvél.

Ofmat

Samkvæmt Morgunblaðinu hafa fjárfestar verið tregir til að leggja fé inn í félagið þar sem helmingshlutur fáist fyrir 12 milljónir evra. Er það sagt ofmat hjá stofnendum Play að hlutur hvers og eins þeirra sé metinn á 400 milljónir. Er hlutur þeirra sem leggja félaginu til 1.7 milljarðs sagður þurfa að vera minnst 80-90 prósent af útgefnu hlutafé, svo tryggja megi 12 milljóna evra fjármögnun. Þá segir Morgunblaðið ekki ljóst hvort eigendur félagsins hyggist breyta hlutaskiptingu sín á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“