fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Play ekki komið á flug þrátt fyrir háleit markmið: „Þetta er algjörlega út í hött“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. nóvember 2019 20:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við kynningu Íslenskra verðbréfa á flugfélaginu Play er gert ráð fyrir að félagið verði orðið arðbært á gífurlega skömmum tíma. Samkvæmt því sem í kynningunni eru kallaðar raunhæfar og frekar hóflegar áætlanir þá munu hluthafar fá 12 til 13 falda fjárfestingu sína til baka á þremur árum.

Þann 5. nóvember síðastliðinn var tilkynnt á stórum blaðamannafundi að nýtt flugfélag Play væri við það að fá flugrekstrarleyfi og hygðist hefja sölu á fyrstu ferðum núna í nóvember. Ríflega hálfum mánuði síðar hefur slík sala ekki hafist og ekki hefur verið gengið frá flugrekstrarleyfi. Samgöngustofa staðfestir í samtali við DV að slíkt leyfi er ekki komið í höfn enda myndi það þá vera birt á vef  Samgöngustofu.

Samkvæmt kynningunni er gert ráð fyrir að flug hefjist hjá félaginu strax á þessu ári þótt gert sé ráð fyrir að sætanýting verði minni út árið og á fyrstu sex mánuðum ársins 2020.

Gagnrýnt fyrir kjör

Að sögn heimildarmanns DV ber kynning PLAY með sér gífurlega bjartsýni stofnenda og gerir ráð fyrir miklum og hröðum vexti.

„Þeir ætla að byrja með tvær vélar og fjölga í sex fyrir næsta vor. Þetta var eitt af því sem reyndist WOW svo erfitt, allur þessi hraði vöxtur, ef Play ætlar ekki að gera sömu mistök og WOW þá er þetta eitt sem þeir ættu alls ekki að gera.“

Play var gagnrýnt eftir kynninguna fyrir að gefa upp að flugliðar yrðu á lægra kaupi en hjá WOW, en þó hærra kaupi en hjá erlendum samkeppnisaðilum sem þeim bjóðist vinna hjá í dag. Það er ætlun Play að ráða þann mannauð frá WOW sem þegar hefur hlotið rétta þjálfun og menntun í störfin. Heimildarmaður DV segir að ef Play hafi vissulega tekist að finna leið til að lækka kostnað við áhöfnina, þá sé það stórvirki út af fyrir sig.

„Þetta er eitthvað sem bæði WOW air og Icelandair hafa barist við í gegnum tíðina. Þarna eru þeir á einu bretti að spara fjórðung eða meira af kostnaðnum án vandræða, ef þeim tókst það þá ætti Icelandair að ráða þessa menn og borga þeim mjög vel, enda búnir að leysa mjög stórt vandamál fyrir fyrirtækið.“

Algjörlega út í hött

Samkvæmt heimildum DV er einnig athugavert að félagið hafi gefið upp að þeir hafi samið á áður óþekktum kjörum um þjónustu á flugvellinum, svonefnda „ground handling“. Þetta gefi til kynna að Play hafi ekki samið við stærri aðila á Keflavíkurflugvelli, heldur mun minna og reynsluminna fyrirtæki sem hafi líklega ekki mikla reynslu af því að þjónusta áætlunarflug.

Varðandi áætlaðan hagnað félagsins, og 12 til 13 falda fjárfestingu til baka til hluthafa segir heimildarmaðurinn að þarna sé óhófleg bjartsýni á ferð. „Þetta er algjörlega út í hött. Það geta allir orðið ríkir í Excel og Play ætlar sér svo sannarlega að vera það.“

Tvær vikur eru liðnar síðan tilkynnt var um nafn og áætlanir flugfélagsins Play. Tveimur vikum síðar er félagið strax komið á eftir áætlun og engir farmiðar farnir í sölu þegar rúmur mánuður er eftir af þessu ári.

Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Play við vinnslu fréttarinnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni