Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR er fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 18,1% og Miðflokkurinn er næststærsti flokkur landsins. Hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkað um 3 prósent frá síðustu könnun.
Er þetta lægsta fylgi Sjálfstæðisflokksins frá upphafi mælinga MMR, fyrra metið var 18.3 prósent.
Könnunin var framkvæmd 15. – 22. nóvember 2019 og var heildarfjöldi svarenda 1.061 einstaklingur, 18 ára og eldri.
Helstu niðurstöður
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 41,5%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 18,1% og mældist 21,1% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 16,8% og mældist 13,5% í síðustu könnnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,2% og mældist 15,3% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 10,8% og mældist 8,9% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,6% og mældist 9,7% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 10,0% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,4% og mældist 10,0% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,3% og mældist 8,0% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,0% og mældist 2,6% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 2,2% samanlagt.