fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Eyþór – „Það er enginn með mig í vasanum”

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. nóvember 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur verið gagnrýnin á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vegna tengsla hans við Samherja er varðar eignarhlut hans í Morgunblaðinu. Hefur hún áður sakað Eyþór um lygar vegna málsins og segir hann nú vera margsaga og hefur borgarstjóri tekið undir orð hennar.

Þau ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Allt eftir settum reglum

Eyþór nefndi að óvenju strangar reglur giltu um skráningu á eignarhlut fjölmiðla og að hans hlutur væri skráður á þremur stöðum, í fjölmiðlanefnd, ársreikningaskrá og hjá Reykjavíkurborg. Sagðist hann hafa fylgt öllum reglum og ekkert óeðlilegt væri við sín viðskipti, sem væru hefðbundin lánaviðskipti sem færu fram á degi hverjum á Íslandi.

Hann nefndi einnig að hann saknaði þess að reglur um hagsmunaskráningar hefðu enn ekki verið samþykktar af meirihlutanum þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir ári síðan og að myndi vilja sjá þær reglur kláraðar áður en dylgjað væri um viðskipti hans.

Hagsmunaárekstur

Dóra Björt sagði hinsvegar að hún væri ekki að fullyrða um neitt, það skyti hinsvegar skökku við að stjórnmálamaður hefði slík tengsl við svo stóran hagsmunaaðila, sem Samherji er og að Eyþór hefði orðið margsaga í skýringum sínum á eignarhlut hans í Morgunblaðinu og fjármögnun hans:

„Þetta mál snýst ekki endilega um það með hvaða hætti Samherji, þetta fyrirtæki sem hefur nú verið staðfest að greiði mútur til stjórnmálamanna, hafi hug á að nýta Eyþór. Það er hagsmunaárekstur falinn í því að taka við gjöfum, hundruðum milljóna, frá stórum fjárhagslegum aðila, og það er nú aðalatriðið”,

sagði Dóra, meðan Eyþór greip inn í og sagði þetta allt rangt hjá henni.

Hún bætti síðan við:

„Þó menn hafi verið í fullkomlega löglegum viðskiptum þá þurfa þeir samt að svara fyrir þau þegar þeir fara í stjórnmál, vegna þess að það er mikilvægtað almenningur geti fullvissað sig um að þeir séu sínir eigin herrar en ekki með leynda sérhagsmuni.“

svaraði Eyþór þessu svo:

„Það er enginn með mig í vasanum, það hefur enginn gefið mér neitt.“

Margsaga

Dagur B. Eggertsson hefur einnig nefnt að Eyþór hafi orðið margsaga í málinu. Hann spurði í færslu á Facebook á dögunum hvort Eyþór stæði í skuld við Samherja:

„Af hverju fór Eyþór með hlut Samherja í Morgunblaðinu ef Eyþór tók enga áhættu af viðskiptunum, eins og hann segir nú? Er búið þannig um málið að Eyþóri er í raun ómögulegt að selja hlutinn líkt og hann lofaði fyrir tveimur árum og verður því bundinn Samherja eins lengi og Samherja sýnist? Hvenær ætlar Eyþór að gera fulla grein fyrir tengslum sínum við Samherja? Voru afskriftir Samherja 2018 gjöf eða eftirgjöf skuldar til kjörins fulltrúa og er raunverulegur munur á því? Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja vegna þessa máls? Eru frekari skuldir við Samherja eða aðra út af öðrum viðskiptum? Af hverju er borið við trúnaði um þessi mál? Hvar liggur trúnaður Eyþórs: við Samherja eða borgarbúa?“

Sjá nánar: Borgarstjóri bölvar Mogganum og segir Eyþór tvísaga:„Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja ?“

Sjá einnig: Sjáðu hvernig mútufélag Samherja tengist Eyþóri Arnalds – „Ég er engum háður“

Sjá einnig: Þórhildur Sunna með rökstuddan grun um Eyþór Arnalds sem hyggst klaga Dóru Björt – „Þessi ummæli eru þvert á siðareglur“

Sjá einnig: Dóra Björt sakar Eyþór um blákaldar lygar – „Átt að skammast þín fyrir að koma svona fram“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?