fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Eyjan

Svona slapp Samherji við kastljós skattayfirvalda

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 12:20

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt samningi um alþjóðleg skattalög sem Ísland er aðili að, þurfa stórfyrirtæki með yfir 750 milljóna evra heildartekjur á ári, að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um fjármál sín í öllum þeim löndum sem þau starfa, í ítarlegri skýrslu.

Til dæmis um fjárhæð hagnaðar fyrir tekjuskatt, tekjuskattsgreiðslur í öllum löndum sem fyrirtækið starfar í, skráð hlutabréf og hvert sé óráðstafað eigið fé sé og hvar það er geymt. Eru þetta mun víðtækari upplýsingar en krafist er af fyrirtækjum hér á landi og á að gefa skattayfirvöldum heildaryfirsýn yfir starfsemi stórfyrirtækja sem starfi á erlendum vettvangi.

Samherji slapp undir radarinn

Samherji fellur ekki undir þessi viðmið. Fyrirtækið rétt sleppur, ef svo má segja, samkvæmt fréttaskýringu Kjarnans.

Ef tekjur Samherja hefðu vaxið um 1.7 prósent á þessu ári, hefði Samherji fallið undir þessi viðmið og þurft að upplýsa skattayfirvöld um fjármál sín í öllum þeim löndum sem fyrirtækið starfar, líka í Namibíu og á Kýpur.

Það hinsvegar gerðist ekki, því Samherja var skipt upp í tvö félög í fyrra og er það helsta ástæða þess að fyrirtækið fellur ekki undir viðmið samningsins sem Ísland er aðili að.

Þar með þurfti Samherji ekki að skila svokallaðaðri ríki-fyrir-ríki skýrslu fyrir árið 2018, þar sem um tvö sjálfstæð fyrirtæki er að ræða, með veltu töluvert undir viðmiðunarmörkum.

Lesa má nánar um málið í Kjarnanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefnuræða for­sætis­ráðherra

Stefnuræða for­sætis­ráðherra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Töluðu ekki saman og fengu á endanum sínu ekki framgengt

Töluðu ekki saman og fengu á endanum sínu ekki framgengt