fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Utanríkisráðuneytið fær nýtt nafn – Breyting til hins betra ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 11:19

Húsnæði utanríkisráðuneytisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. janúar næstkomandi mun utanríkisráðuneytið ekki lengur heita utanríkisráðuneytið. Af hverju ? Jú, því það mun heita utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið.

 „Þetta endurspeglar aukið vægi þróunarsamvinnunnar í utanríkisstefnunni. Um leið verður skipulagi ráðuneytisins breytt með það að markmiði að samþætta þróunarsamvinnuna við aðra starfsemi þess í enn ríkari mæli en nú er,“

segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins við Morgunblaðið í dag, en árið 2015 var starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands færð til utanríkisráðuneytisins.

Var markmiðið að einfalda skipulagið og hámarka árangurinn, með betri yfirsýn og samhæfingu.

Forseti Íslands síðasta vonin

Ljóst er að nokkuð vesen fylgir slíkri nafnabreytingu sem og kostnaður fyrir utan að nafnið er einstaklega óþjált í munni og verður seint talið fallegt, framför íslensks stofnanamáls, eða jákvæð þróun íslenskrar tungu.

Breyta þarf öllu bréfsefni, merkingum húsnæðis vefsíðu og fleira, en samkvæmt Sveini verður kostnaðurinn við breytinguna hverfandi.

Nafnið þarf að staðfesta með forsetaúrskurði og er Guðni Th. Jóhannesson því síðasta von andstæðinga stofnanamáls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna