fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Kristján Þór fer fyrir spillingarrannsókn gegn mútum og peningaþvætti í kjölfar Samherjamálsins

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 09:14

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra, hefur öðrum ráðherrum fremur dregist inn í Samherjamálið sökum vináttu sinnar við Þorstein Má Baldvinsson, fyrrverandi forstjóra Samherja. hafa þingmenn kallað eftir afsögn, eða að hann stigi til hliðar meðan að málið sé rannsakað.

Kristján skrifar í Morgunblaðið í dag, hvar hann nefnir að auka þurfi traust á íslensku atvinnulífi og leiðin til þess sé aukið gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja. Þess vegna hyggist íslensk stjórnvöld fara í samstarf við Matvæla – og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna(FAO).

Í greininni segist Kristján að hann muni hafa frumkvæði að úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum og tillögur verði settar fram gegn spillingu, mútum og peningaþvætti:

„Ég mun hafa frum­kvæði að því að Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna (FAO) vinni út­tekt á viðskipta­hátt­um út­gerða sem stunda veiðar og eiga í viðskipt­um með afla­heim­ild­ir þ.ám. í þró­un­ar­lönd­um. Á grund­velli út­tekt­ar­inn­ar vinni FAO til­lög­ur til úr­bóta í sam­vinnu við aðrar alþjóðleg­ar stofn­an­ir sem vinna að heil­brigðum viðskipta­hátt­um, gegn spill­ingu, mút­um og pen­ingaþvætti. Ráðuneyti mitt hef­ur þegar átt í sam­skipt­um við for­svars­fólk FAO um slíkt sam­starf og hef­ur þessu frum­kvæði verið tekið með já­kvæðum hætti.“

Bræla hjá Fiskistofu

Kristján segir að Fiskistofa ráði ekki við að framfylgja lögunum:

„Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um eft­ir­lit Fiski­stofu frá því í janú­ar á þessu ári kem­ur fram að ekki verði séð að Fiski­stofa kanni með nægj­an­lega trygg­um hætti hvort yf­ir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deild­um sé í sam­ræmi við það há­mark sem er skil­greint í lög­um um stjórn fisk­veiða. Því þurfi að end­ur­skoða 13. og 14. gr. lag­anna svo regl­ur um há­marks­afla­hlut­deild verði skýr­ari.

Í mars 2019 skipaði ég verk­efn­is­stjórn und­ir for­ystu Sig­urðar Þórðar­son­ar, fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skoðanda, til að koma með til­lög­ur um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðiauðlind­inni. Nefnd­inni var m.a. falið að bregðast við fyrr­greindri ábend­ingu Rík­is­end­ur­skoðunar. Í kjöl­far umræðu síðustu daga hef ég nú óskað eft­ir því við nefnd­ina að hún skili til­lög­um þar að lút­andi fyr­ir 1. janú­ar nk. Þá er að vænta til­lagna frá nefnd­inni á næstu vik­um um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðum og með vigt­un sjáv­ar­afla.“

Miklir hagsmunir

Að lokum nefnir Kristján Þór að orðspor Íslands sé dýrmætt, þar sem miklir hagsmunir séu í húfi:

„Ég bind von­ir við að þau viðbrögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem birt­ast í þess­um al­mennu aðgerðum, til viðbót­ar við þær miklu úr­bæt­ur sem gerðar hafa verið á und­an­för­um árum, muni leiða til þess að orðspor Íslands verði ekki fyr­ir miklu tjóni. Þar eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, m.a. í ljósi þess að rúm­lega 98% af ís­lensku sjáv­ar­fangi eru flutt á er­lend­an markað. Það er því kapps­mál fyr­ir alla hlutaðeig­andi að sam­ein­ast um það verk­efni.“

Sjá einnig: Sjáðu hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við Samherjamálinu vegna „hugsanlegs orðsporshnekkis“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi