fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Bryndís tekur við forsætisráðuneytinu um áramótin

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 15:59

*** Local Caption *** Ríkissáttasemjari-starfsfólk-10.01.2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðuneytisstjóraskipti verða í forsætisráðuneytinu frá með 1. janúar nk. þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri, tekur við nýju embætti í utanríkisþjónustunni, samkvæmt tilkynningu.

Ragnhildur mun undirbúa opnun nýrrar fastanefndar Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg og taka við embætti þar 1. júní nk. Ragnhildur mun auk hefðbundins fyrirsvars og skyldustarfa á þessum vettvangi byggja upp starfsemi fastanefndarinnar í Strassborg og vinna að undirbúningi formennsku Íslands í Evrópuráðinu sem hefst árið 2022.

Við embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu tekur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, með vísan til heimildar í 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Bryndís er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti ríkissáttasemjara frá árinu 2015.

Áður var hún starfsmannastjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss og rektor við Háskólann á Bifröst. Þá gegndi Bryndís þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið og Samfylkinguna á árunum 1995 til 2005. Hún var áður lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands og starfsmaður nefndar í dómsmálaráðuneytinu um aðskilnað umboðsvalds og dómsvalds í héraði.

„Forsætisráðuneytið vill við þessi tímamót þakka Ragnhildi fyrir afar vel unnin störf og ekki síst hennar framlag í tengslum við ýmsar stjórnsýsluumbætur og uppbyggingu á krefjandi tímum. Ragnhildur hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu í rúman áratug en var áður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá árinu 2004 og fulltrúi í sendiráðinu Brussel frá 2002 til 2004. Hún starfaði í heilbrigðisráðuneytinu frá árinu 1995 og á Alþingi frá árinu 1993. Ráðherrar sem Ragnhildur hefur unnið með í þremur ráðuneytum eru á annan tuginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna