fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

ASÍ: „Starfsfólk Samherja er ekki ábyrgt fyrir hegðun stjórnar og annarra stjórnenda“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 18:00

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir með öllu því arðráni sem afhjúpað var í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í síðustu viku og skipulagðri spillingu þar sem auðlindir fátækrar þjóðar eru misnotaðar,“

segir í ályktun frá miðstjórn ASÍ. Þar eru starfsaðferðir Samherja í Namibíu fordæmdar:

„Það er hrollvekjandi að sjá hvernig Samherji virðist hafa nýtt sér árangursríkt þróunarstarf íslenska ríkisins í Namibíu, siglt í kjölfar þess góða starfs og arðrænt fátækt samfélag. Íslensk verkalýðshreyfing stendur með vinnandi fólki í Namibíu og rétti þess til mannsæmandi kjara. Það er ljóst að rannsakendur verða að fá skýrt umboð og fjármagn til að komast til botns í vinnubrögðum Samherja á erlendum vettvangi sem og innlendum eftir því sem tilefni er til. Þá vekur málið spurningar um samspil stjórnmála og stórfyrirtækja og nauðsyn þess að efla eftirlit og tryggja hlutleysi og möguleika eftirlitsstofnana til að sinna sínu nauðsynlega hlutverki.“

Þá er nefnt að nauðsynlegt sé  að rannsókn málsins verði vönduð og þeir sem ábyrgð bera verði látnir taka afleiðingum gjörða sinna, það sé nauðsynlegt lýðræðinu:

„Miðstjórn Alþýðusambandsins minnir á að ein undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar er sjávarútvegur þar sem starfa þúsundir félagsmanna aðildarfélaga ASÍ. Það skiptir máli hverjum er treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar og það á að vera skýlaus krafa að farið sé vel með hana og allt samfélagið njóti arðs af henni. Meðferð sameiginlegra auðlinda okkar á ekki að dýpka stéttskiptingu eða misrétti á milli landssvæða. Það er líka tilefni til að minna á að starfsfólk Samherja er ekki ábyrgt fyrir hegðun stjórnar og annarra stjórnenda fyrirtækisins frekar en almennt starfsfólk annarra fyrirtækja. Alþýðusamband Íslands hvetur launafólk til að láta í sér heyra gegn spillingu og arðráni!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“