fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er þá er helsta heimildin í Samherjamálinu Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, sem ákvað að stíga fram með þær upplýsingar sem varða meintar mútugreiðslur Samherja í Afríku til að komast yfir kvóta, ásamt mögulegum brotum á skattalögum.

Lét hann Wikileaks í té um 30 þúsund skjöl sem kallast Samherjaskjölin og nálgast má hér.

Marinó G. Njálsson, samfélagsrýnir, hefur lagst yfir Samherjaskjölin og telur sig vita af hverju Jóhannesi var sagt upp störfum hjá Samherja árið 2016. Af yfirlýsingu Samherja mátti ráða, áður en Kveikur birti þátt sinn í síðustu viku, að Jóhannes hafi verið byrjaður að leka upplýsingum um fyrirtækið árið 2016 eða haft í frammi „óásættanlega framgöngu“ og hegðun, sem leiddi til uppsagnar hans, eins og segir í yfirlýsingunni frá 11. nóvember.

Missti stjórn á skapi sínu

Marinó telur hinsvegar að Þorsteinn Már hafi rekið Jóhannes í reiðikasti, þar sem Jóhannes hafi ekki tekist að komast yfir kvóta:

„Eftir að hafa lesið fjölda tölvupósta í Samherjaskjölunum á netinu frá tímabilinu 15. júní til 23. júlí 2016, þá er ég kominn á þá skoðun að Jóhannesi hafi verið sagt upp vegna þess að honum mistókst að komast yfir 12.000 tonn (10.000 annars vegar og 2.000 hins vegar) af hrossamakrílskvóta og það leitt til þess að Þorsteinn Már hafi misst stjórn á skapi sínu í samskiptum þeirra á milli. Líklega í símtali.“

Þorsteinn Már er þekktur fyrir stórt skap sitt, líkt og fram kom í nærmynd DV af Þorsteini. Hvort kenningin sé rétt skal þó ósagt látið, en Marinó styðst við tölvupóst sem Jóhannes sendir á Þorstein þann 23. júlí 2016:

„Þar sem hann segir, að fyrst svona sé komið málum sé best að samskipti þeirra á milli fari „í gegn um lögmann minn, Sigurð G. Guðjónsson“. Ekkert benti til þess dagana á undan, að draga myndi til slíkra tíðinda. Málið er að Samherji hafði forgang (e. first refusal) að þessum kvóta, en fyrirtækið vildi ekki bjóða það sem þurfti, þ.e. 3.550 namibíska dollara, en bauð 3.200 á hvert tonn (miðað við minn skilning á samskiptunum). Þar með fékk Samherji ekki kvótann og Jóhannes fékk að taka pokann sinn. Samherja var ítrekað boðið að hækka tilboð sitt en gerði það ekki.“

Jóhannes hefur haldið sig til hlés eftir sýningu þáttarins og ekki svarað fyrirspurnum DV og Eyjunnar um Samherjamálið.

Sjá einnig: Nærmynd af Þorsteini Má – Dýrasti hjónaskilnaður sögunnar – Skapið helsti veikleikinn – „Hann var gjörsamlega snældubrjálaður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?