fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Segir stofnun dótturfélaga um rekstur Isavia nauðsynlega ef hleypa eigi fjárfestum að Keflavíkurflugvelli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 07:59

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku samþykkti stjórn Isavia að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi félagsins. Samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli verður aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og frá flugleiðsögukerfinu á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður þó áfram rekin í sömu mynd.

Fréttablaðið hefur eftir Sveini Þórarinssyni, sérfræðingi hjá hagfræðideild Landsbankans, að ef hleypa eigi fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá sé hér um nauðsynlegt skref að ræða.

„Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn. Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“

Er haft eftir honum.

Frá áramótum mun Domavia sjá um innanlandsflugið. Burtséð frá eignarhaldinu er þessi skipting mjög skynsamleg að sögn Sveins.

„Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma.“

Sagði hann og bætti við að ekki þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt er að hleypa fjárfestum að borðinu, þetta snúist bara um pólitískan vilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar