fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Samherji vildi eyða út athugasemdum í skýrslu KPMG – Þorsteinn Már sagður einráður

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. nóvember 2019 17:30

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kom út bókin Ekkert að fela – Á slóð Samherja í Afríku, eftir þá Helga Seljan, Aðalstein Kjartansson og Stefán Aðalstein Drengsson, sem fjallar nánar um Samherjamálið og starfsemi fyrirtækisins í Afríku.

Í bókinni er sagt frá því að engin raunveruleg framkvæmdastjórn hafi verið hjá fyrirtækinu, þar sem Þorsteinn Már, forstjóri og stór eigandi félagsins, héldi um alla tauma þar sjálfur og væri næstum því einskonar einráður í fyrirtækinu. Hinsvegar hafi ekki verið farið eftir skattalögum í samræmi við slíkt skipurit.

Eini framkvæmdastjórinn

Er þetta byggt á úttekt hollensks sérfræðings endurskoðendafyrirtækisins KPMG á starfsemi Samherja árið 2014, sem talar um „flókið innanhúss hagkerfi“ Samherja, sem starfað hafi víða um heim.

Í skýrslu sérfræðingsins segir:

 „For­stjór­inn er eini fram­kvæmda­stjóri Sam­herj­a“/

Engin form­leg fram­kvæmda­stjórn er innan Sam­herja hf./

„Aðrir lyk­il­stjórn­end­ur, sem ekki eru starfs­menn Sam­herja beint, en stýra mis­mun­andi sviðum innan Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, eru í beinu sam­bandi við for­stjóra Sam­herja dag­lega. For­stjóri Sam­herja er lyk­il­maður í öllum við­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins og hefur bein afskipti af skipu­lagi veiða.“ 

Skiptir máli gagnvart skattayfirvöldum

Þessi niðurstaða vakti upp áhyggjur innan Samherja, samkvæmt bókinni, því verið væri að færa daglega stjórn Samherja úti í heimi til Íslands með þessu, en Samherji hefur hingað til haldið því fram að framkvæmdastjórn erlendra félaga fyrirtækisins sé undir erlendri stjórn.

Skýrslan olli áhyggjum innan Samherja, þar sem íslensk lög kveða á um að greiða skuli tekjuskatt hérlendis ef raunveruleg framkvæmdastjórn fyrirtækis sé hér á landi, þó svo tekna sé aflað erlendis.

Til að mynda þverneitaði Samherji fyrir að yfirstjórn allra erlendra félaga sinna væri hér á landi, líkt og Seðlabankinn hélt fram í rannsókn sinni á Samherja í gjaldeyrismálinu 2012. Því ef svo hefði verið, bæri Samherja að skila hagnaði, sköttum og gjaldeyri til Íslands.

Vildu ritskoða skýrsluna

Í kynningu Samherja á starfsemi félagsins í Afríku, kveður hinsvegar við annan tón, samkvæmt bókinni. Í kynningu frá Samherja frá 2010, sem merkt er sem trúnaðarmál, er nefnt ítrekað að starfsemi Samherja sé stýrt frá Íslandi.

Í bókinni er greint frá því að Samherji hafi gert athugasemdir við skýrsluna og sagt slíkar niðurstöður ekki eiga heima í henni, þó þær væru ekki rangar. Því beri að „fjarlægja“ eða „taka út“ slíkar niðurstöður.

Nánar er greint frá þessu í Kjarnanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna