Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir ríka menn sem skapað hafa auð sinn sjálfir, vera uppsprettu framfara og happafeng. Birtir hann mynd af Þorsteini Má Baldvinssyni með færslu sinni, sem nýlega hætti sem forstjóri Samherja tímabundið, vegna rannsóknar á mútumálum fyrirtækisins í Namibíu.
„Ríkir menn og þá sérstaklega þeir, sem skapað hafa auð sinn sjálfir, eru happafengur í hverju landi. Þeir veita öðrum atvinnu, um leið og þeir nota ýmist auð sinn til fjárfestinga eða neyslu og gagnast með því öðrum. Þeir veita ríkisvaldinu oft nauðsynlegt viðnám og lækka tilraunakostnað nýrrar vöru, sem er upphaflega munaður og verður síðan á færi almennings, jafnframt því sem þeir eru uppspretta áhættufjármagns og um leið framfara. Hvort halda menn, að gerðar séu fleiri tilraunir, ef fimm manna stjórn opinbers sjóðs ráða ferð en ef sjóðurinn dreifist frekar á þúsund auðmenn?“
Hannes hefur áður sagt að í gangi sé ógeðfelld hatursherferð gegn Þorsteini Má, sem sé skapandi dugnaðarforkur og finnst greinilega nauðsynlegt að taka upp hanskann fyrir Þorstein.
Sjá einnig: Stjórnmálafræðingar takast á um Samherjamálið – Hannes segir ógeðfellda hatursherferð vera í gangi