fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Forstjóri Samherja segir að niðurstöður rannsóknar verði birtar – „Það vilja allir vinna heiðarlega“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 11:54

Björgólfur Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson, fyrrum formaður SÍ og nýskipaður forstjóri Samherja, segir að niðurstöður úr ítarlegri rannsókn á fyrirtækinu verði birtar. Þetta kom fram í Sprengisandi í morgun en þar segir Björgólfur ákvörðunina hafa verið erfiða að taka við fyrirtækinu.

„Ég náttúrulega horfði á Kveik eins og aðrir og maður verður sjokkeraður að horfa á hvernig málin eru sett fram þar,“ segir Björgólfur.
„Ég fékk einfaldlega lítinn tíma til að hugsa mig um. Sameiginleg ákvörðun stjórnar og Þorsteins Más var að hann myndi víkja. Það væri þá ekki síst til þess að auka trúverðugleika á þeirri rannsókn sem stjórnin hefur sett í gang.“

Þá bætir Björgólfur við að hann álíti feril sinn vera góðan. „Ég hef ekki stundað slæma viðskiptahætti, vona ég,“ segir hann. Björgólfur lét af starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group í fyrra, hvar hann hafði verið síðan 2008. Hætti hann í kjölfar mikils taps hjá félaginu og var hann sagður hafa hætt sjálfviljugur.

Hann er viðskiptafræðingur og starfaði einnig sem endurskoðandi. Hann var forstjóri Icelandic Group um tveggja ára skeið frá 2006, starfaði sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar frá 1999, formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008, var framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996 og fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996 og ætti því að þekkja ágætlega til Samherja.

„Það vilja allir vinna heiðarlega og gera hlutina samkvæmt lögum og ég trúi því að Samherji hafi verið á þeirri vegferð. Það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr þessari rannsókn,“ segir hann. „Það er okkar hlutverk að skýra frá niðurstöðunum. Ef þú ætlar að endurvinna traust og trúnað fólks, þá verður þú að segja hlutina eins og þeir eru. Ég er auðvitað að vona að það sé ekki mikið þarna sem gengið hefur á sem stenst ekki lög. En ég veit það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar