fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Vilja ekki svara fyrirspurnum um mútugreiðslur né opna bókhaldið

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. nóvember 2019 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar umfjallana Kveiks og Stundarinnar um vafasama viðskiptahætti Samherja í Namibíu, hafa umræður um spillingu hér á landi verið áberandi. Hafa sumir fullyrt að stórútgerðin hafi mútað íslenskum stjórnmálamönnum og eru tengslin milli Samherja og Kristjáns Þórs Júlíssonar gjarnan nefnd í því samhengi, en Kristján var stjórnarformaður Samherja fyrir 19 árum síðan og er æskuvinur Þorsteins Más Baldvinssonar, sem stigið hefur til hliðar sem forstjóri Samherja tímabundið.

Hefur Kristján sagst ætla að segja sig frá þeim málum sem varða Samherja sem koma inn á sitt borð, en það hefur aldrei gerst, samkvæmt svörum hans við fyrirspurnum Pírata. Sagði Kristján í Kastljósinu að tengsl sín við Samherja hefðu ávallt legið fyrir og neitaði hann fyrir að hafa vitað um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, auk þess sem hann sagðist ekki hafa haft beina aðkomu að fundi Þorsteins Más með þremur namibíumönnum í höfuðstöðvum Samherja, hann hefði verið þar fyrir tilviljun. Kynnti Þorsteinn Már Kristján sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.

Hefur Sigurður Ingi Jóhannsson sagt fráleitt að íslenskir stjórnmálamenn þiggi mútur, meðan Gunnar Smári Egilsson virðist fullviss um hið gagnstæða.

Bjarni Benediktsson hefur einnig bent á að samkvæmt öllum mælingum sé Ísland meðal þeirra þjóða þar sem minnst spilling mælist.

Fyrirspurn um mútur

Eyjan sendi á miðvikudag fyrirspurn á þau Steingrím J. Sigfússon, Gunnar Braga Sveinsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson og Kristján Þór Júlíusson, sem öll hafa gegnt embætti sjávarútvegsráðherra á liðnum árum.

Spurt var hvort viðkomandi hefði þegið gjafir eða greiðslur frá Samherja, eða öðrum fyrirtækjum eða aðilum, gegn því að þau beittu sér í þágu viðkomandi í krafti embætti síns.

Þá var einnig spurt hvort viðkomandi væri tilbúinn að opna bókhald sitt og reikninga til að sýna fram á að engar vafasamar greiðslur hefðu borist þangað.

Að lokum var spurt hvort viðkomandi vissi þess dæmi að stjórnmálamenn á Íslandi hefðu þegið mútur.

Fátt um svör

Aðeins hefur borist svar frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Hann svarar öllum spurningum neitandi, en bendir á síðu Alþingis þar sem sjá megi hagsmunaskráningu og laun hans.

Hinsvegar er ljóst að stjórnmálamenn, hvaða álit sem almenningur kann að hafa á þeim, eru varla svo illa gefnir að gefa upp mútugreiðslur til sín á síðu Alþingis.

Áskorun

Eyjan dregur engar sérstakar ályktanir af þögninni frá þeim stjórnmálamönnum sem ekki hafa svarað fyrirspurninni. Tekið skal fram að Eyjan er ekki á neinn hátt að ýja að því að viðkomandi stjórnmálamenn, eða aðrir, hafi þegið mútur.

Hinsvegar er það hlutverk fjölmiðla að spyrja stjórnmálamenn spurninga, líka óþægilegra spurninga. Ekki síst þegar mál eins og Samherjamálinu skýtur upp kollinum. Og þegar þeim er ekki svarað, dregur almenningur sínar eigin ályktanir.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna