fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn Már neitar fyrir að hafa greitt mútur

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. nóvember 2019 13:02

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segist hafa spurt Þorstein Má hvort hann hafi tekið þátt í mútugreiðslum. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Var Björgólfur spurður af fréttamanni hvort hann hefði spurt Þorstein út í þetta, sem svaraði því játandi.

Aðspurður hvernig Þorsteinn Már hefði svarað honum, sagði Björgólfur að Þorsteinn hefði svarað því neitandi.

Björgólfur sagði jafnframt að tilgangslaust væri að spyrja frekar út í málið og hvort greiddar hefðu verið mútur af Samherja, meðan rannsókn færi fram:

„Það hefur engan tilgang í sjálfu sér að spyrja félagið aftur og aftur þessara spurninga. Þetta er í farvegi og félagið mun fara yfir þetta þegar það liggur fyrir og annað er í svona, ef við værum að svara hluta og hlutum og ekki hlutum að þá væru það svona getgátur að mínu viti.“

Ítrekaði Björgólfur að Samherji hygðist rannsaka málið með aðkomu norskrar lögmannsstofu og fullur vilji væri hjá stjórn Samherja að upplýsa málið og starfa með opinberum aðilum til þess. Hann neitaði því hinsvegar að fyrirtækið væri að rannsaka sjálft sig:

„Fyrirtækið er ekki að rannsaka sig sjálft. Stjórn fyrirtækisins vill fá niðurstöðu í málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags