Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn helstu atriði sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að undanfarið með það að markmiði að koma í veg fyrir skattundanskot og tryggja virkt skattaeftirlit og eftirfylgni skattaframkvæmdar. Enn fremur gerði ráðherra grein fyrir áformum um hert skatteftirlit á komandi fjárlagaári. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.
Á síðasta áratug hafa stór skref verið stigin í íslenskri skattalöggjöf við að innleiða alþjóðlegar reglur sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir skattundanskot og skattasniðgöngu. Frá árinu 2015 hefur vinnan að miklu leyti tekið mið af BEPS áætlun OECD (e. Base erosion and profit shifting). Yfirlit yfir helstu breytingar:
Á árunum 2008-2015 voru gerðir samtals 44 tvíhliða upplýsingaskiptasamningar við ríki sem skilgreind voru á þeim tíma sem lágskatta- eða bankaleyndarríki. Þessir upplýsingaskiptasamningar, sem eru hluti af alþjóðlegu átaksverkefni OECD gegn skattsvikum, koma til viðbótar við fjölmarga tvísköttunarsamninga sem Ísland er aðili að, en slíkum samningum er bæði ætlað að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur. Samningarnir byggja ekki á sjálfvirkum upplýsingaskiptum. Því þurfa upplýsingaskiptin að fara fram að beiðni samningsríkis.
Rík áhersla hefir verið lögð á aukið eftirlit og bætta skilvirkni skattyfirvalda sem hefur endurspeglast í stefnum sem settar hafa verið fyrir stofnanir á því sviði, ríkisskattstjóra (RSK) og skattrannsóknarstjóra (SRS). Að neðan er yfirlit yfir þróun fjárveitinga í milljónum króna til SRS og RSK frá 2010, á verðlagi ársins 2019 (að því er að gæta að fjárveitingar til RSK sveifluðust á tímabili vegna leiðréttingar verðtryggðra fasteignalána):
2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | |
SRS | 224,44 | 339,29 | 338,05 | 330,68 | 334,91 | 326,65 | 347,85 | 412,48 | 399,50 | 407,80 |
RSK | 3192,33 | 3028,95 | 2964,01 | 3118,47 | 3042,42 | 3162,08 | 3247,07 | 3308,42 | 3315,61 | 3760,00 |
Ljóst er að hækkun framlaga endurspeglar stóraukna áherslu á verkefni stofnananna, einkum í málum sem lúta að skilvirkni og árangri við rannsóknir skattalagabrota, bættum skilum, réttri álagningu, sem og aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir skattundanskot
Þann 6. nóvember lét fjármála- og efnahagsráðuneytið fjárlaganefnd Alþingis í té upplýsingar um aukið skatteftirlit hjá ríkisskattstjóra. Þar kom fram að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að auka fjárveitingu vegna eftirlitsins um 200 milljónir króna með það að markmiði að efla það varanlega. Áætlað er á komandi ári að þetta skili ríkissjóði 250 m.kr. í tekjur umfram kostnað, samkvæmt mati ríkisskattstjóra.
Fjármununum verður varið í að styrkja núverandi starfsemi, vinna við skilgreind forgangsverkefni og efla greiningarstarf og eftirlit með starfsemi fyrirtækja yfir landamæri. Þetta er í samræmi við stefnu RSK fyrir árin 2020-2022 þar sem gert er ráð fyrir eftirfarandi aðgerðum til þess að styrkja bætt skattskil og öflun tekna til sameiginlegra útgjalda: