fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sjáðu hvernig Bjarni Ben ætlar að koma í veg fyrir skattsvik

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. nóvember 2019 16:00

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn helstu atriði sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að undanfarið með það að markmiði að koma í veg fyrir skattundanskot og tryggja virkt skattaeftirlit og eftirfylgni skattaframkvæmdar. Enn fremur gerði ráðherra grein fyrir áformum um hert skatteftirlit á komandi fjárlagaári. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Hert löggjöf um skattundanskot

Á síðasta áratug hafa stór skref verið stigin í íslenskri skattalöggjöf við að innleiða alþjóðlegar reglur sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir skattundanskot og skattasniðgöngu. Frá árinu 2015 hefur vinnan að miklu leyti tekið mið af BEPS áætlun OECD (e. Base erosion and profit shifting). Yfirlit yfir helstu breytingar:

  • Reglur um CFC-félög (e. controlled foreign corporation) sem tóku gildi í ársbyrjun 2010. Markmið reglnanna er að koma í veg fyrir skattundanskot í lágskattaríkjum og á lágskattasvæðum. Frumvarp til laga um nýjar CFC reglur er nú til meðferðar á Alþingi. Nýju reglurnar endurspegla þróun sem átt hefur sér stað á vegum OECD á síðastliðnum árum.
    – Í framkvæmd á ákvæðið að ná til innlendra aðila sem fara með eignarhald í félögum sem staðsett eru í lágskattaríkjum (ríki þar sem skattur af tekjum aðila er lægri en 2/3 af skatti sem greiddur væri hér á landi) og tekjurnar eru aðallega eignatekjur. Í slíkum tilvikum bæri aðilanum að greiða skatt af tekjunum hér á landi og í samræmi við íslenskar skattareglur.
  • Reglur um milliverðlagningu tóku gildi árið 2014. Reglunum er ætlað að taka á óeðlilegri verðlagningu og viðskiptaháttum milli tengdra aðila.
    – Í framkvæmd á ákvæðið að tryggja að fjölþjóðlegar samstæður geti ekki verið með óeðlilega verðlagningu á milli félaga innan samstæðu til þess að færa til hagnað milli landa þar sem skattlagning er hagstæðust. Félög þurfa að sýna fram á að öll viðskipti milli tengdra aðila fari fram á sambærilegum kjörum og ef þau væru ótengd (armslengdarviðmið).
  • Reglur um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum tóku gildi árið 2017. Skýrslunum er ætlað að auðvelda skattyfirvöldum að ákvarða skatta fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna.
  • Reglur um takmörkun á frádrætti vaxtagjalda tóku gildi árið 2017. Reglunum er ætlað að setja skorður við því að fjölþjóðlegar fyrirtækjasamstæður geti dregið úr skattgreiðslum sínum með því að fjármagna félag í einu ríki með láni frá félagi innan samstæðu sem er í öðru ríki ef skatthlutfall þar er lægra.

Upplýsingaskiptasamningar

Á árunum 2008-2015 voru gerðir samtals 44 tvíhliða upplýsingaskiptasamningar við ríki sem skilgreind voru á þeim tíma sem lágskatta- eða bankaleyndarríki. Þessir upplýsingaskiptasamningar, sem eru hluti af alþjóðlegu átaksverkefni OECD gegn skattsvikum, koma til viðbótar við fjölmarga tvísköttunarsamninga sem Ísland er aðili að, en slíkum samningum er bæði ætlað að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur. Samningarnir byggja ekki á sjálfvirkum upplýsingaskiptum. Því þurfa upplýsingaskiptin að fara fram að beiðni samningsríkis.

Fjárframlög til stjórnsýslu-og eftirlitsstofnana

Rík áhersla hefir verið lögð á aukið eftirlit og bætta skilvirkni skattyfirvalda sem hefur endurspeglast í stefnum sem settar hafa verið fyrir stofnanir á því sviði, ríkisskattstjóra (RSK) og skattrannsóknarstjóra (SRS). Að neðan er yfirlit yfir þróun fjárveitinga í milljónum króna til SRS og RSK frá 2010, á verðlagi ársins 2019 (að því er að gæta að fjárveitingar til RSK sveifluðust á tímabili vegna leiðréttingar verðtryggðra fasteignalána):

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
SRS 224,44 339,29 338,05 330,68 334,91 326,65 347,85 412,48 399,50 407,80
RSK 3192,33 3028,95 2964,01 3118,47 3042,42 3162,08 3247,07 3308,42 3315,61 3760,00

Ljóst er að hækkun framlaga endurspeglar stóraukna áherslu á verkefni stofnananna, einkum í málum sem lúta að skilvirkni og árangri við rannsóknir skattalagabrota, bættum skilum, réttri álagningu, sem og aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir skattundanskot

250 milljóna aukning tekna vegna bætts skatteftirlits

Þann 6. nóvember lét fjármála- og efnahagsráðuneytið fjárlaganefnd Alþingis í té upplýsingar um aukið skatteftirlit hjá ríkisskattstjóra. Þar kom fram að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að auka fjárveitingu vegna eftirlitsins um 200 milljónir króna með það að markmiði að efla það varanlega. Áætlað er á komandi ári að þetta skili ríkissjóði 250 m.kr. í tekjur umfram kostnað, samkvæmt mati ríkisskattstjóra.

Fjármununum verður varið í að styrkja núverandi starfsemi, vinna við skilgreind forgangsverkefni og efla greiningarstarf og eftirlit með starfsemi fyrirtækja yfir landamæri. Þetta er í samræmi við stefnu RSK fyrir árin 2020-2022 þar sem gert er ráð fyrir eftirfarandi aðgerðum til þess að styrkja bætt skattskil og öflun tekna til sameiginlegra útgjalda:

  • Styrkja starfsemi eftirlitssviðs hvað varðar peningaþvætti og milliverðlagningu
  • Styrkja starf sérhæfðs greiningarteymis og tekjuskráningareftirlit
  • Fjölga starfsmönnum í eftirliti
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“