fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. nóvember 2019 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki hringtorg, heldur akbraut. Þetta er vissulega torg, en ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar við Morgunblaðið í dag varðandi Hagatorg sem verið hefur í fréttum síðustu daga vegna uppsetningar strætóskýlis þar.

Reykjavíkurborg hefur áður sagt að Hagatorg sé óhefðbundið hringtorg.

Staðsetning strætóskýlisins hefur verið gagnrýnd, enda þurfa vagnstjórar strætó að brjóta umferðarlögin í hvert skipti sem stoppað er fyrir farþegum og mega eiga von á sekt frá lögreglu.

Og ekki nóg með það, því allir þeir ökumenn sem eru á eftir strætisvagni sem stoppar, mega einnig eiga von á sektum, samkvæmt Árna Friðleifssyni aðalvarðstjóra í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Að vera, eða vera ekki hringtorg…

Reykjavíkurborg hefur áður sagt vegna þessa máls, að Hagatorg sé ekki hefðbundið Hringtorg og unnið sé að því að breyta merkingum til að staðfesta þá fullyrðingu.

Hingað til hefur Hagatorg þó verið álitið Hringtorg, jafnvel það stærsta á landinu. Því bera allar umferðarmerkingar á svæðinu glöggt merki, auk þess sem lögreglan hefur staðfest það sjálf.

Strætó ákvað í kjölfar fréttaflutnings að loka biðstöðvunum við Hagatorg, Hádegismóa og Vörðutorg í Hafnarfirði, vegna óheppilegra staðsetninga biðskýla. Segir framkvæmdastjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, að beðið sé eftir því hvað Reykjavíkurborg hyggist gera., en lítið hafi verið um kvartanir til Strætó vegna lokunar biðstöðvanna.

Verður ekki fjarlægt

Ekki er vitað hvaðan Reykjavíkurborg fær sínar upplýsingar um að Hagatorg sé ekki hringtorg, en samkvæmt Bjarna stendur ekki til að fjarlægja strætóskýlið við torgið. Það stendur því nú ónotað þar sem strætó vill ekki nota það.

Sjá nánarReykjavíkurborg í ruglinu við Hagatorg -„Þetta hlýtur að vera einstakt á heimsvísu – ekki eins og það vanti pláss þarna“

Sjá nánar: Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna