fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Ógleymanlegt kaffiboð með Fjallkonum

Egill Helgason
Föstudaginn 15. nóvember 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góð vinkona mín er 100 ára í dag. Þetta er hún Jóhanna Wilson sem býr í Winnipeg. Um hana er skrifað í baksíðufrétt í Morgunblaðinu í dag. Ég stend í þakkarskuld við Jóhönnu, því kaffiboð sem hún hélt fyrir mig var einn hápunkturinn í þáttunum Vesturförum sem ég gerði fyrir nokkrum árum ásamt Ragnheiði Thorsteinsson og Jóni Víði Haukssyni.

Kaffiboðið heima hjá Jóhönnu var með öllu ógleymanlegt. Á boðstólum voru vestur-íslenskar kræsingar, kleinur, pönnukökur og vínarterta, ég varð auðvitað að bragða á öllu, en gestir voru konur úr samfélagi Íslendinga í Vesturheimi, margar fyrrverand Fjallkonur, en í Manitoba þykir mikill heiður að vera útnefnd Fjallkona á Íslendingadaginn. Það leyndi sér þó ekki að Jóhanna var forystukonan, leiðtoginn í hópnum, enda hefur hún starfað ötullega að félagsmálum um langt skeið.

Kaffiborðið var fagurlega dúkað, besta stellið tekið fram, allt mjög fágað og fínt.

Það var fleira minnisstætt frá þessu boði. Jóhanna sýndi okkur myndir föður sínum sem hafði verið liðsforingi í kanadíska hernum í heimsstyrjöldinni fyrri. Og svo var það annað sem vakti athygli mína, það voru myndir af Valtý Guðmundssyni á veggjunum. Það eru kannski ekki margir sem muna eftir Valtý, en hann var menntamaður, doktor í sagnfræði og einn helsti keppinautur Hannesar Hafstein í stjórnmálum á þeim tíma að Íslendingar fengu heimastjórn. Valtýr var frændi Jóhönnu – og mér datt í hug að hún væri eiginlega síðasti Valtýingurinn, en svo voru stuðningsmenn Valtýs kallaðir.

Ég óska þessari miklu merkis- og heiðurskonu til hamingju með afmælið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?