fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Eyjan

Gunnar Bragi minnir á að Samherjamenn eiga börn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2019 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, minnir á í pistli sem birtist í Morgunblaðinu að starfsmenn Samherja eigi börn og má skilja hann svo að þau gætu tekið málið nærri sér. Í því samhengi er nærtækast að minnast þess að Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, fyrrverandi forstjóra Samherja, er stjórnarformaður félagsins.

Ljóst er að Gunnar Bragi efast verulega um sannleiksgildi afhjúpunar Kveiks á Samherja. „Ég hugsa til starfsmanna Samherja sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið og stjórnendur þess. Sérstakt samband virðist milli Ríkisútvarpsins og Stundarinnar enda er oft sagt að líkur sæki líkan heim. Hvort eitthvað er til í þeim ásökunum sem komið hafa fram verður framtíðin að leiða í ljós og hugsanlega dómstólar. Sem betur fer dæma ekki fjölmiðlar eða þeir sem hrópa á torgum í máli þessu heldur dómstólar, gangi málið til þeirra,“ skrifar Gunnar Bragi og heldur áfram:

„Ríkisútvarpið og Stundin hafa áður sængað saman og þá matreitt málin eftir eigin höfði til þess eins að gera hlutina enn verri. Því er mikilvægt að bíða eftir heildarmyndinni áður en opinberar aftökur hefjast. Auðvitað vonar maður að það taki ekki of langan tíma að rannsaka málið og að starfsmenn Samherja haldi áfram stoltir að búa til gjaldeyri fyrir þjóðina.“

Gunnar Bragi líkir fréttum um Kveik við æsifréttir. „Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildarmyndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í neitt annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíðum. Það kemur einnig fyrir að einstaklingar sem þrá lítið annað en athygli fái mikið pláss án þess að nokkuð sé í raun að frétta og þá loka óvandaðir fjölmiðlar augunum fyrir hræsni viðkomandi þar sem tilgangurinn helgar meðalið,“ segir Gunnar Bragi.

Hann minnir svo á börnin sem eiga hlut að máli. „Það er slæmt fyrir okkur öll þegar eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins er sakað um vafasama viðskiptahætti. Eðlilegt er að þeir sem ábyrgð bera svari fyrir það. Þeir og aðrir sem að fyrirtækinu standa eða starfa hjá því eiga fjölskyldur, börn sem skilja ekki orðin sem notuð eru eða hvers vegna fjölskyldufaðirinn eða móðirin blandast inn í þá umræðu sem búin var til með æsifréttastílnum. Æsingur fjölmiðilsins til að ná athyglinni er stundum svo mikill að annað skiptir ekki máli. Athygliskeppnin er eins og aurskriða sem engu eirir og síst sannleikanum sem kannski kemur í ljós seint og um síðir,“ segir Gunnar Bragi.

Hann tilkynnir svo að Miðflokkurinn hyggst kynna tillögur um hvernig megi styrkja fjölmiðla. „Miðflokkurinn lagði m.a fram tillögu um að hætt yrði við að ríkisvæða fjölmiðla á einkamarkaði en stjórnarflokkarnir leggja til að 400 milljónir króna renni til miðla á einkamarkaði. Galin hugmynd þegar ríkið er nú þegar að setja 5 þúsund milljónir króna í ríkisrekinn fjölmiðil. Það að reyna að koma öllum fjölmiðlum á ríkisspenann minnir óþægilega á samfélög þar sem stjórnvöld reyna að stýra öllum fjölmiðlum. Fjölmiðlar verða að geta starfað án ríkisstyrkja. Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn