fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Brynjar segir sýndarmennsku Samfylkingarinnar hina sönnu pólitísku spillingu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. nóvember 2019 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir breytingartillögu Samfylkingarinnar við fjárlögin, um að veita meira fé til yfirvalda svo rannsaka megi Samherjamálið, vera met í sýndarmennsku.

Hann segir að upphrópanir sumra stjórnmálamanna í Samherjamálinu megi túlka sem aðför að réttarríkinu og þar af leiðandi pólitíska spillingu og er ljóst að hann beinir orðum sínum helst að Samfylkingunni:

„Við höfum stofnanir til að rannsaka mál og ákæra og dæma eftir atvikum. Mikilvægt er að þessar stofnanir fái að vinna sitt verk án upphrópana og sýndarmennsku stjórnamálamanna og lærum af reynslunni í þeim efnum. Orðræða sumra stjórnmálamanna í umræðunni er í mínum huga ekkert annað en aðför að réttarríkinu og með góðum rökum má kalla það pólitíska spillingu. Svo er ég alltaf jafn undrandi á að kjörnir fulltrúar leggi sérstaka áherslu á í málflutningi sínum að sverta Ísland um allan heim. Er Samfylkingin kominn fram úr Pírötum í þeim efnum. Vona innilega að þessu fólki verði ekki falið mikilvægt vald í framtíðinni til að gæta hagsmuna þjóðarinnar.“

Auknar fjárveitingar bara sýndarmennska

Brynjar segir breytingartillögu Samfylkingarinnar við fjárlögin, um að veita meira fé til yfirvalda svo rannsaka megi Samherjamálið, vera met í sýndarmennsku. Segir Brynjar engar slíkar kröfur um aukafjárveitingar hafa verið settar fram af embættum skattrannsóknarstjóra eða héraðssaksóknara:

„Þáttur Kveiks, þar sem fram komu ásakanir um alvarleg brot Samherja, kveikti eðlilega upp neikvæðar tilfinningar landsmanna. Þegar slíkt gerist hoppar Samfylkingin strax á vagn sýndarmennskunnar og slær í hvert sinn eigið met. Auðvitað kom breytingatillaga við fjárlögin frá Samfylkingunni um aukið fé til skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara án þess að nokkur krafa hafi komið frá embættunum auk þess sem auknu fé hefur verið varið til rannsókna á peningaþvætti og skattsvikum.“

Kröfur um kyrrsetningar

Brynjar segir einnig að Samfylkingin hafi gert kröfu um kyrrsetningu eigna Samherja:

„Síðan kom krafa um kyrrsetningu allra eigna Samherja án þess að lagaskilyrði væru fyrir því auk þess að það myndi valda félaginu, hundruðum fjölskyldna og þjóðinni allri verulegu tjóni. Reynt var að blanda saman við þetta mál fiskveiðistjórnunarkerfinu og gráa lista FATF í pólitískum tilgangi. Kæmi ekki á óvart að Samfylkingin gæti skráð sýndarmennskuna í þessu máli í heimsmetabók Guinness.“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hinsvegar ekki kannast við þetta og ráðleggur Brynjari að fara í endurmenntun og fara fyrr að sofa á kvöldin:

„Kannast ekki við að fram hafi komið krafa um að frysta allar eignir. Að minnsta kosti ekki hjá Samfylkingunni. Við ræddum þetta í gær í útvarpinu Brynjar. Veit þú varst hálf sofandi, enda þátturinn fyrir hádegi, svo ég ætla að rifja upp umræðuna. Við kyrrsetningu eigna, er hægt að kyrrsetja hluta eigna (eins og þú löglærður maður ættir að vita). Það verður að gæta meðalhófs við beitingu slíkra þvingunarúrræða eina og annarra og gæta þess að valda ekki tjóni heldur tryggja hagsmuni. Þannig er td hægt að kyrrsetja ákveðna tiltekna en verðmæta eign, hús, skip, eitthvað sem þá er kyrrsett með því að þinglýsa kyrrsetningu á eignina til að tryggja að hún verði ekki seld á meðan á rannsókn stendur. Kannski þarft þú á endurmenntun að halda, en ég held ekki. Ég held þú sért bara í dæmigerðri pólitík ykkar sjálfstæðismanna með því að reyna að afvegaleiða umræðuna með villandi upplýsingum.“

Þess má geta að Helga Vala hefur vissulega krafist þess að eigur Samherja verði frystar, en hún sagði á miðvikudag í færslu á Facebook:

„Í mínum huga kemur ekkert annað til greina en að eignir Samherja verði frystar núna strax á meðan á rannsókn stendur. Um er að ræða rannsókn á mögulegu mútubroti, peningaþvætti og skattalagabrotum.“

Sjá nánar: Krefst þess að Kristján Þór stigi til hliðar og eignir Samherja verði frystar  –„ Kemur ekkert annað til greina“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi