fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn Már árið 2018: „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 18:00

Már og Þorsteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson, sem stigið hefur til hliðar sem forstjóri Samherja meðan fyrirtækið rannsakar sjálft þær ásakanir um mútur og vafasama viðskiptahætti sem Kveikur og Stundin hafa greint frá, hefur lengi eldað saman grátt silfur við Má Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóra.

Sem kunnugt er var Samherji undir smásjánni hjá Seðlabanka Íslands frá árinu 2010, þar sem grunur lék á að fyrirtækið hefði brotið reglur um gjaldeyrismál.

Til að gera langa sögu stutta náðist ekki að sanna brot Samherja og var stjórnvaldssekt upp á 15 milljónir á hendur Samherja dæmd ógild fyrir Hæstarétti í fyrra.

Sagði Þorsteinn Már það mikinn sigur og staðfestingu á að seðlabankinn hefði beðið afhroð. Um seðlabankastjóra sagði Þorsteinn Már þá:

„Það er alveg ljóst að Már Guðmundsson hefur farið mjög illa með það vald sem honum hefur verið trúað fyrir./

Það er í sjálfu sér refsivert og að mati lögmanna okkar að það yrði skýr niðurstaða í því máli. Það er að segja að ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi./

Auðvitað á Már Guðmundsson að fara úr bankanum. Mér fyndist það ótrúlegt ef að fólk ætli að sitja uppi með mann til að stjórna Seðlabanka íslands sem er á leið í fangelsi.“

Már fór hinsvegar aldrei í fangelsi, heldur hætti störfum og við tók nýr seðlabankastjóri.

Ný gögn

Stundin hefur bent á að Seðlabankinn hafði þá ekki þær upplýsingar sem nú eru sagðar liggja fyrir; að Samherji hefði greitt rúman milljarð króna í mútugreiðslur og að Þorsteinn Már og eiginkona hans hefðu komið 700 milljónum undan skilaskyldu gjaldeyris í trássi við lög.

Einnig hefði ekki verið vitað þá að aflandsviðskipti Samherja hefðu legið til skattaskjóls á Marshall eyjum og Máritíus, í gegnum Kýpur, áður en fjármunirnir komu til Íslands í gegnum fjárfestingarleið seðlabankans, með 20% afslætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“