fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Svandís hitti starfsfólk Reykjalundar – „Byrjaðir að draga uppsagnir til baka“  

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 08:47

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að ný starfsstjórn tók við á Reykjalundi, horfir starfsemin þar til betri vegar að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra á Morgunvakt Rásar 1 í morgun. Sem kunnugt er höfðu allir læknar Reykjalundar nema þrír sagt upp eða verið reknir.

Svandís sagðist ekki hafa skýringar á því hvers vegna óánægjan blossaði upp:

„Því miður get ég ekki farið ofan í saumana á því sem ég skil ekki alveg sjálf. Satt að segja. Þarna virðist hafa búið um sig tortryggni og vantraust á mjög löngum tíma. En ég beindi þeirri ósk til starfsmannanna og þessara nýju stjórnenda að við skyldum það eftir og héldum inn í framtíðina. Af því að þjónustan sem þarna fer fram er óumdeilt með því besta sem gerist. Þarna sé staður sem eigi að setja punkt og horfa til framtíðar.“

Svandís sagðist hafa fundað með starfsfólkinu utan kastljóss fjölmiðla vegna þess hversu viðkvæmt ástandið var:

„Og ég hef þegar heyrt af því að læknar séu byrjaðir að draga uppsagnir til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi