fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Kristinn Hrafnsson: „Þorsteinn Már lenti jú í nauðgun í Namibíu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fjallar um viðbrögð Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við Samherjamálinu og meintum mútum fyrirtækisins í Namibíu.

Líkir hann viðbrögðum Sigríðar við þegar dæmdur nauðgari sem hann fjallaði um fyrir mörgum árum, sagðist hafa „lent“ í nauðgun:

„Fyrir löngu fjallaði ég í fréttaþætti um þekktan ofbeldisbrotamann og rakti hans dómasögu. Nefndi m.a. dóm sem hann hafði fengið fyrir að nauðga konu. Maðurinn var afar ósáttur.
„Mér fannst bara algjör óþarfi að rifja upp að ég hefði lent í nauðgun“, sagði hann. Datt þetta í hug við lestur pistils Sigríðar Á Andersen, þingmanns og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hennar viðbrögð við þætti Kveiks á grunni Samherjaskjalanna var áhyggjuefni yfir því að Samherjamenn hefðu verið neyddir til að greiða mútur í Namibíu,“

segir Kristinn.

Viðbrögð Sigríðar við þætti Kveiks voru eftirfarandi, er hún skrifaði:

„Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga.“

„Lentu“ í þessum aðstæðum

Kristinn segir Sigríði með þessu segja að Samherji hafi „lent“ í því að greiða mútur, sem hann yfirfærir á nauðgun. Að Samherji hafi aðeins verið að bregðast við kröfum sem settar hefðu verið fram:

„Þeir lentu í nauðgun. Með þessa siðferðissýn í málið skil ég betur að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra og samflokksmanns hennar við Kveiksþættinum hafi verið að hringja í forstjóra Samherja með áhyggjur af líðan hans. Þorsteinn Már lenti jú í nauðgun í Namibíu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“